Friðargæsla SÞ verður að vera sveigjanleg og laga sig að aukinni eftirspurn segir yfirmaður hennar

0
490

26. febrúar 2007. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna verður að þróast í samræmi við stöðugt aukna eftirspurn. Fjöldi friðargæsluliða er kominn yfir hundrað þúsund, hefur aldrei verið meiri og fer enn hækkandi. Árleg útgjöld hafa tvöfaldast á fimm árum og eru komin í 5.7 milljarða dollara, að því er æðsti yfirmaður friðargæslunnar sagði í dag.  

 “Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hefur þrifist á hæfninni til að fitja upp á nýjunumgum”, sagði Jean-Marie Guéhenno, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ á sviði friðargæslu á fundi sérstakrar friðargæslunefndar Allsherjarþingsins. Hann greindi frá margs konar nýjungum: allt frá hernaðar- og löggæsluráðgjöf við sveit Afríkusambandsins í Darfur til útlána á friðargæsluliðum eins og í Timor-Leste, Líbanon og Nepal.   
“Við verðum að treysta á að geta lagað okkur að aðstæðum. Við verðum að treysta á núverandi aðlögunarhæfni til að skapa enn faglegri og skilvirkari friðargæslu Sameinuðu þjóðanna jafnvel þótt verkefnum fari ört fjölgandi.”  
“Hvað sem hæfni einstaklinga og frumlegum viðbrögðum við aðstæðum líður, breytir það því ekki að bregðast verður við síauknum kröfum á kerfisbundnari og skipulagðari hátt”, sagði Guéhenno.
Hann lagði áherslu á að tillögur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra um endurskipulagningu fælu í sér stofnun tveggja deilda undir stjórn sama aðstoðarframkvæmdastjórans. Friðargæsludeildinni yrði skipt í tvennt; annars vegar Friðargæsluverkefnadeild og hins vegar Friðargæslustuðningsdeild sem myndu vinna náið saman. 
 Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21678&Cr=peacekeep&Cr1=