Friðargæsla SÞ: „Við eigum þeim skuld að gjalda“

0
599
Ingrid Gjerde yfirmaður sveita SÞ á Kýpur. UN Photo/Luboš Podh
Ingrid Gjerde yfirmaður sveita SÞ á Kýpur. UN Photo/Luboš Podhorský

Alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna er haldinn 29.maí. Á þeim degi minnast samtökin nærri fjögur þúsund og tvö hundruð friðarglæsluliða sem hafa týnt lífi við störf í þágu friðar. 135 létust á síðasta ári einu. Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni er „Fólk, friður og framfarir.“

Friðargæsla SÞ
Danskur friðargæsluliði, Eddie Skanshus við störf í Lefka á Kýpur. UN Photo/Yutaka Nagata Lefka, Cyprus.

Í ávarpi í tilefni af alþjóðlega deginum segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að aldrei sé hægt að líta á frið sem sjálfsagðan hlut og oft verði að gjalda hann dýru verði. „Við erum þakklát þeim 87 þúsund óbreyttu borgurum, lögreglu- og hermönnum sem þjóna nú undir fána Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guterres.

Friðargæsla hefur átt þátt í að bjarga óteljandi mannslífum og tryggt frið og stöðugleika í mörgum ríkjum undanfarna áratugi. En friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna geta ekki einar sér skapað þann jarðveg sem nauðsynlegur er til að binda enda á átök og tryggja pólitískar lausnir. Samstarf við aðildarríkin, borgaralegt samfélag, almannasamtök, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og aðra samstarfaðila er þýðingarmikið. Bæta þarf líf venjulegs fólks hvort heldur sem er á sviði efnahagsþróunar, réttarríkis, réttinda kvenna, mannréttinda, heilbrigðis og menntunar til þess að friður verði varanlegur.

„Í dag og alla daga erum við þakklát fyrir einurð þeirra við að hjálpa samfélögum við að slíta sig laus úr viðjum ófriðar og halda til móts við friðsamari og auðugri framtíð í allra þágu. Við eigum þeim ævinlega skulda að gjalda,“ segir Guterres í ávarpinu.

Upphafið í Mið-Austurlöndum

 Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var stofnuð 29.maí 1948. Þá samþykkti Öryggisráðið að senda fámennan hóp hernaðareftirlitsmanna á vegum samtakanna til Mið-Austurlanda. Þeir áttu að fylgjast með því hvort vopnahlé á milli Ísraels og arabískra nágrannaríkja þeirra væri hadlið. Þessi sveit (UNTSO) er enn að störfum í Líbanon, Gólan-hæðum og á Sínai-skaga.

Frá upphafi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna hefur meir en ein milljón karla og kvenna starfað á vegum þeirra í 72 mismundandi friðargæsluverkefnum. Þær hafa með starfi sínu haft áhrif á líf milljóna manna og bjargað ótal mannslífa. Í dag starfa 87 þúsund friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna í tólf verkefnum.

Norðurlönd hafa tekið verulegan þátt í friðargæslustarfinu.

Noregur sendu nýlega 20 manna viðbótarlið til Malí til að gæta öryggis í svokölluðum Bifrastarbúðum (Camp Bifrost). Fimmtíu Norðmenn eru við friðargæslu í Malí og Suður-Súdan. Þá hefur Noregur send friðargæsluliða til Sínaí-skaga frá því friðarsamningur var undirritaður á milli Ísraels og Egyptalands. Síðast en ekki síst eru Norðmenn að störfum á Kýpur en yfirmaður friðargæsluliðsins þar (UNFICYP) er norsk kona, herforinginn Ingrid Margrethe Gjerde.

Ein af fyrstu konunum í friðargæslulsveitunum.
Ein af fyrstu konunum í friðargæslulsveitunum. 12 sænskar konur bættust í hópinn 1979 á Kýpur.

Svíþjóð tekur þátt í friðargæslusveitum í Mið-Afríkulýveldinu, Indlandi og Pakistan (UNMOGIP), Írak (OIR / NMI), Jemen (UNMHA), Kosovo (KFOR), Mali (MINUSMA), Mið-Austrlöndum (UNTSO), Somalíu (EUTM), Suður-Kóreu (NNSC) og Vestur-Sahara (MINURSO).

Danmörk hefur friðargæsluliðum á að skipa í Malí (MINUSMA), Mið-Austurlöndum (UNTSO) og Suður-Kóreu (UNCMAC).

Finnland hefur einnig langa sögu sem þátttkandi í friðargæslustarfinu. Flestir Finnanna eru að störfum fyrir UNIFIL í Líbanon eða 215. Þá eru Finnar að störfum i Suður-Súdan (UNMISS), Malí (MINUSMA), Kýpur (UNFICYP), Mið-Austurlöndum (UNTSO) og Sómalíu (UNSOM).

Ísland er herlaust land og þvi óhægara um vik að taka þátt í friðargæslunni.