Friðarskilaboð blasa við fulltrúum á Allsherjarþinginu

0
454


Friðarskilaboð hafa blasað við þjóðhöfðingjum og öðrum þátttakendum í almennum umræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú standa yfir.

Skilaboðin eru afrakstur herferðarinnar “Txt 4 peace”, (Sms í þágu friðar). Milljónir smáskilaboða þar sem hvatt er til friðar hafa verið send og tóku farsíma- og internetnotendur í 132 ríkjum þátt í herferðinni.

 

Friðarskilaboðunum er varpað á skjái í höfuðstöðvunum í New York á meðan almennar umræður fara fram.

 

 

 Upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna skipulagði herferðina til að minnast Alþjóðlega friðardagsins 21. september. Skilaboðin eru birt á vefsíðunni http://www.peaceday2008.org/ en þeim er líka varpað á skjái á Allsherjarþinginu.

 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sendi sjálfur smáskilaboð þar sem hann hvatti leiðtoga heimsins til að taka höndum saman um að slíðra sverðin, uppræta fátækt og hungur og virða mannréttindi allra jarðarbúa.

 

Friðardagsins var minnst víða um heim en óvíða af jafn miklum krafti og í Afganistan. Þar virtu  stjórnarhermenn og hersveitir NATO einhliða vopnahlé í tilefni dagsins.

 

Friðargæslusveit SÞ á Timor-Leste hélt friðardaginn hátíðlegan.