Friðarmerki gegn ofbeldi

0
425

Plakat isl

2. október 2012. Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi. Af því tilefni standa Samhljómur menningarheima ásamt fjölmörgum samtökum á Íslandi fyrir mannlegu friðarmerki á Klambratúni kl. 20.

Í ávarpi sínu á Alþjóðadegi ofbeldisleysis minnist Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frumkvöðulsins Mahatma Gandhi og segir að til þess að ráðast að rótum átaka og umburðarleysis þurfi að rækta menningu sem byggi á ofbeldisleysi og friði.

“Ríkisstjórnir verða að taka forystuna,” segir Ban Ki-moon. “En þegar öllu er á botninn hvolft eru það kennarar og trúarleiðtogar, foreldrar og samfélagfrömuðir, atvinnurekendur og grasrótarhreyfingar sem leggja grunninn að ofbeldisleysi. Það er ef til vill auðveldara að taka upp byssu en að jafna ágreining. Það er kannski einfalara að finna öðrum allt til foráttu en að fyrirgefa. En ég ber mikla virðingu fyrir samfélögum og fólki sem ég hef hitt í öllum heimshornum sem hafa tekið sér Gandhi til fyrirmyndar og skipt þannig sköpum. Við skulum sækja okkur styrk í slíka viðleitni og vinna í sameiningu að því að skapa heim án ofbeldis og varanlegan frið.”

Aðstandendur friðarmerksins á Klambratúni eru:

AUS, ESN, FFWPU, World Harmony Run, Ísland Panorama, Kvenfélagasamband Íslands, Litháísk-íslenska félagið, Við erum Litháar, MFÍK, Salsafélag Íslands, Samhljómur menningarheima, Húmanistaflokkurinn, KSÍ, Vinir Afríku, Samtök hernaðarandstæðinga, SEEDS, SGI á íslandi, UN WOMEN, UNICEF, UPF, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Society of new Icelanders, Bandalag íslenskra skáta, Múltí Kúltí, Félagið Ísland – Palestína, AFS, Félag Sameinuðuþjóðanna, Breytendur – Changemaker Iceland, 4th floor hotel, CC CITY CAR RENTAL, Samskipti, Seglagerðin Ægir, Tæki.is.