Friður byrjar með umburðarlyndi

0
482
tolerance

tolerance

16.nóvember 2014. Seint verður sagt að ástand heimksmála einkennist af umburðurlyndi á okkar tímum. Þvert á móti virðast ofbeldi og öfgastefnur blómstra og átök breiðast út, þar sem engu er skeytt um mannslíf.

Fleiri hafa flúið heimili sín og endað á vergangi en nokkru sinni síðan í Síðari heimsstyrjöldinni. Það er því ekki að ástæðulausu sem reynt er að hlúa að gildum umburðarlyndis. 16.er alþjóðlegur dagur umburðarlyndis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Baráttan gegn umburðarleysi, hatri og fordómum krefst lagsetningar, menntunar, aðgangs að upplýsingum, vitundarvakningar, auk staðbundinna lausna.

Umburðarleysi í tilteknu samfélagi er ekkert annað en samanlagt umburðarleysi allra þegnanna. Fordómar, staðalímyndir, úthrópanir, móðganir og kynþáttabrandarar eru dæmi um einstaklingsbundbna tjáningu umburðarleysis sem sumir þurfa að þola daglega.

Umburðarleysi þrífst á umburðarelysi. Fórnarlömbin fyllast hefndarþorsta. Til þess að uuppræta umburðarleysi ber hverjum einstakling að líta í eigin barm og greina þeirra eigin hegðun og vítahring vantrausts og obeldis í samfélaginu. Við getum byrjað á því að spyrja okkur: Er ég umburðarlynd manneskja? Hugsa ég um aðra í staðalímyndum? Hafna ég þeim sem eru öðruvísi en ég? Kenni ég “hinum” um mín vandamál?

”Ég hvet bæði leiðtoga á landsvísu og í einstökum samfélögum til þess að vernda samborgara sína fyrir ofsóknum og til að hlúa að umburðarlyndi í þágu allra, burtséð frá þjóðerni, trú, tungumáli, kynþætti, kynhneigð eða hvaða markalínum er,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.

Til að sjá og heyra hvernig íbúar heimsins líta á umburðarlyndi hafa UNRIC og the Good Planet Foundations tekið saman myndband úr 7 milljarðar annaraverkefninu sem sjá má hér til hægri á síðunni.