Fylgjum fordæmi Gandhi

0
436

gun

2.október 2013. „Það eru margir málstaðir sem ég er tilbúinn að deyja fyrir ,en enginn sem ég vil drepa fyrir.“ Þesssi orð Mahatma Gandhi eru í raun lífspeki ofbeldisleysis í hnotskurn. Alþjóðlegur dagur helgaður ofbleldisleysi er haldinn 2.október ár hvert á afmælisdegi Mahatma Gandhi, sjálfstæðishetju Indlands og frumkvöðuls heimspeki ofbeldisleysis.Alþjóðlegi dagurinn er tækifæri til að „breiða út boðskap ofbeldisleysi bæði í skólakerfinu og með því að vekja almenning til vitundar.“ Í ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem liggur til grundvallar deginum, segir „að grundvallarsjónarmið ofbeldisleysis hafi víðtæka skírskotun“ sem og viljinn til að „skapa menningu þar sem ríkir friður, umburðarlyndi, skilningur og ofbeldi tíðkast ekki.“
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á í ávarpi sínu í tilefni dagsins að samtökin séu málsvari friðsamlegra lausna deilna og að bundinn verði endi á hvers kyns ofbeldi hvort heldur sem er í höndum ríkis eða sem hluti af menningu og siðum, svo sem það ofbeldi og ofríki sem konur og stúlkur mega sæta í öllum heimshornum. „Breytingar byrja heima, á heimilum okkar og vinnustöðum. Ofbeldi getur breiðst hratt út en friðsamlegar samræður geta líka gert það,“ segir Ban Ki-moon.

Hér á síðunni má finna myndband sem 7 milljarðar annara hafa unnið fyrir UNRIC um þema dagsins.