Fyrrverandi karlremba styrkir UNIFEM um 500 þúsund krónur

0
517

26. janúar 2007. Eiður Haraldsson, forstjóri og eigandi verktakafyrirtækisins Háfells, afþakkaði gjafir á sextugsafmæli sínu 20. janúar s.l. og hvatti gestina sína að láta andvirði þeirra renna til UNIFEM á Íslandi. Þetta kemur fram á heimasíðu UNIFEM. Þar segir:

"Eiður segist alltaf hafa verið mikil karlremba en telji nú vera kominn tími til að snúa ofan í því og fannst því tilvalið að styðja verkefni UNIFEM með þessum hætti. Andvirði gjafanna nam þegar upp var staðið um 430 þúsund krónur og ákvað Eiður á afmæliskvöldinu að jafna sjálfur þá upphæð að næsta núlli, eða upp í 500 þúsund krónur. Fjármunirnir koma til með að renna til kvennamiðstöðva UNIFEM í Afganistan þar sem boðið er upp á m.a. fræðslu- og heilbrigðisþjónustu fyrir konur.
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi er Eiði og gestum hans afar þakklát fyrir stuðninginn og finnst það sérstaklega ánægjulegt þegar menn úr mjög karlægum bransa eins og verktakabransanum styðja við starf UNIFEM." (UNIFEM.is)