UNESCO

0
572

útvarpUNESCO-mynd/Sergio Santimano

 Fyrsti alþjóða útvarpsdagurinn

Alþjóðlegur dagur útvarpsins er haldinn í dag í fyrsta skipti. UNESCO, Mennta- vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna beinir sjónum sínum á þessum degi að hlutverki útvarps í kennslu, tjáningarfrelsi og í opinberri umræðu.
 “Það er brýnt að nota útvarpið til að tengja fólk og samfélög á þessum síbreytilegu tímum, í því skyni að deila þekkingu og upplýsingum og efla skilning,” segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO í ávarpi á fyrsta Alþjóða útvarpsdeginum.  
Útvarp nær til 95% íbúa jarðar og er því útbreiddasti fjölmiðill heims. Útvarp er ódýrt í rekstri og ná útsendingar til afskekktustu byggða. Það hefur líka reynst lífseigt og náð að nýta sér nýjustu tækni hverju sinni.

“Útvarp er sá fjölmiðla sem nær til breiðasta hópsins, sérstaklega þeirra sem standa höllustum fæti,” segir Bokova. “Frjálst, óháð útvarp sem leyfir sem flestum röddum að heyrast er mikilvægur hluti þess að efla mannréttindi og grundvallar frelsi.”
13. febrúar er einnig afmælisdagur útvarps Sameinuðu þjóðanna, UN Radio sem var hleypt af stokkunum árið 1946. UNESCO leggur áherslu á að útvarp leiki mikilvægt hlutverk í að miðla upplýsingum í náttúruhamförum og gegni mikilvægu hlutverki í ýmsum samfélögum og geti reynst þýðingarmikið í að stuðla að félagslegum breytingum.   
Á hinn bóginn, bendir UNESCO á hefur einn millurður manna um allan heim engan aðgang að útvarpi.  
UNESCO hefur stofnað sérstaka vefsíðu í tilefni dagsins en þar má nálgast efni á ýmsum tungumálum, þar á meðal viðtöl við þekkta einstaklinga á borð við Nelson Mandela, Pablo Neruda, Jorge Luis Borges, Pablo Picasso og Jean-Paul Sartre. Sjá nánar: http://www.unesco.org/new/en/media-services/multimedia/film-and-radio-collection/radio-collection/

Nokkur fleyg orð um útvarp:

“Útvarpið er innilegast, þar talar ein manneskja við aðra manneskju, og býður heimi sem einkennist af orðlausum samskiptum upp á samband höfundar-þuls og hlustanda.”
Marshall McLuhan

„Frá því að afrísk tungumál hösluðu sér völl á FM fyrir hálfum öðrum áratug, hafa ólæsir sem áður voru einangraðir, fengið aðgang að fréttum og umræðum. Nú geta allir fylgst með atburðum hvar sem er í heiminum.” Kwesi Kwaa Prah

„Sjónvarpið býður öllum upp á eina mynd, en í útvarpinu verða til milljónir mynda í milljónum huga.” Peggy Nooman

„Útvarpið hefur aðeins eina hlið en ætti að hafa tvær. Það er nú bara dreifingarmiðill, en ég legg til að þessum miðli verði breytt þannig að hlustandinn þurfi ekki bara að hlusta heldur geti brugðist við í gagnvirkum miðli. Útfrá þessu sjónarhorni yrði útvarpið ekki bara einhliða matari heldur tengdist öðrum sem sendandi og viðtakandi.””.
Bertolt Brecht

“Það er nóg að líta á hversu mörg tungumál eru til, til þess að sannfærast um að sjónvarp getur aldrei keppt við útvarp í því að þjóna ólíkum þjóðarbrotum og tungumálahópum.” Gareth Price

„Þegar ég var að alast upp var það málið að syngja í útvarpinu.Stærsti draumurinn var að synja á útvarpsstöð í Memphis. Þegar ég sagði skilið við flugherinn 1954, snéri ég aftur til Memphis og bankaði upp á hjá útvarpsstöðinni.”
Johnny Cash

“Útvarp og dagblöðin voru eðlilegur hluti lífs míns. Á þessum tíma varð maður að fara eitthvað til að horfa á sjónvarp og skilja eftir aur.“
Robert Redford

“Útvarp verður enn um sinn nauðsynlegt til að fjalla um atburði í hverju heimshorni um leið og þeir gerast og sem tæki til að leyfa ungu fólki að finna sína eigin tónlist. “
Hervé Bourges

„Fjöbreytni í útvarpi er mikilvægur þáttur í lýðræðisvæðingunni sem nú á sér stað og greiðir fyrir því að fólk hafi fjölbreyttar upplýsingar og tryggir aukna almenna þátttöku í sjálfbærri mannlegri þróun…Afríkuríki verða að hraða því að brjóta á bak aftur einokun á öldum ljósvakans og hlúa að innlendu starfi sjálfstæðra útvarpsstöðva þegar leyfum er úthlutað.”

Bamako yfirlýsingin um fjölbreytni í útvarpsrekstri.