Gagnsærri kosning arftaka Ban

0
456
SG main photo Kofi Annan Ban kiMoon Photo UN Paulo Filgueiras

 SG main photo Kofi Annan Ban kiMoon Photo UN Paulo Filgueiras

Mars 2016. Ban Ki-moon hefur gegnt embætti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í nærri tíu ár og lýkur seinna kjörtímabili hans um áramót.

Sameinuðu þjóðirnar munu því ráða karl eða konu til að sinna því sem fyrsti aðalframkvæmdastjórinn Trygve Lie, kallaði „ómögulegasta starf í heimi.“

Umræður um ráðningarferlið eru hins vegar löngu hafnar. Ein margra óskrifaðra reglna er að aðalframkvæmdastjórinn komi ekki frá neinu þeirra fimm landa sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu. Önnur er sú að heimshlutar skiptist á að velja þennan oddvita Sameinuðu þjóðanna úr sínum röðum. Samkvæmt þessu er röðin komin að Austur-Evrópu.

Einungis karlmenn hafa gegnt embættinu til þessa og eru háværar raddir uppi um að röðin sé komin að konu. 

Formlega er það Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem kýs aðalframkvæmdastjorann, en það er Öryggisráðið sem hefur hingað til mælt með aðeins einum frambjóðanda. Þar með hafa ríkin sem hafa fast sæti í Öryggisráðinu getað beitt neitunarvaldi til að hafa áhrif á valið.

Þegar Öryggisráðið hefur samþykkt með hverjum það mælir, kemur til kasta Allsherjarþingsins og dugir einfaldur meirihluti til að ná kjöri. Aðalframkvæmdastjórinn er kosinn til fimm ára með möguleika á endurkjöri einu sinni.

Tími kominn til lýðræðislegra ferlis

Það hefur sætt gagnrýni að valið fari fram fyrir luktum dyrum. Herferðin 1 fyrir 7 milljarða (1 for 7 billionberst fyrir bættum og gagnsærri vinnubrögðum við kjör aðalframkvæmdastjórans. Mörg ríki hafa tekið undir þessa kröfu og í kjölfarið ákváðu forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og forseti Öryggisráðsins að taka höndum saman. Mogens Lykketoft frá Danmörku er forseti 70.Allsherjarþingsins og hann og forseti Öryggisráðsins í desember-mánuði, Samantha Power, fastafulltrúi Bandaríkjanna, skrifuðu sameiginlegt bréf til Aðildarríkjanna 15.desember 2015 þar sem þau voru hvött til þess að tilnefna frambjóðendur og því heitið að ferlið yrði gagnsætt og opið sem flestum.

SG Ghali CuellarÞó var ekki tekið tillit til þriggja helstu tillagna 1 fyrir 7 milljarða en þær eru að aðalframkvæmdastjórinn gegni embætti í aðeins eitt kjörtímabil, að Allsherjarþingið geti valið á milli frambjóðenda í stað þess að greiða atkvæði um þann sem öryggisráðið mælir með, og að útiloka pólitísk hrossakaup á milli ríkja.

Lykketoft, forseti Allsherjarþingsins hefur lýst yfir að frambjóðendur verði kynntir opinberlega og aðildarríkjum gefinn kostur á að spyrja þá spjörunum úr. Lykketoft sagði á blaðamannafundi hjá UNRIC nýverið að hrein bylting hefði orðið hvað gagnsæi varðar og aðildarríki og almenningsálit fengju nú miklu ráðið.

„Ef það verða margir frambjóðendur og enginn fær td. meirihluta atkvæða aðildarríkja, þá er líklegt að það verði engin breyting á því hvernig þetta er ákveðið,“ sagði Lykketoft á blaðamannafundinum í Brussel. „En ég held að það yrði mjög, mjög erfitt – og það er mitt persónulega mat- fyrir ríkin fimm sem hafa fast sæti í öryggisráðinu að fylkja sér um annan frambjóðenda ef meirihlutluti aðildarríkja styður einhvern annan.“
Opnuð hefur verið vefsíða þar sem frambjóðendur eru kynntir. 

Kona best í starfið?

Engin kona hefur enn gegnt embættinu. Konur eru helmingur jarðarbúa en þrátt fyrir heitstrengingar samtakanna um jafnrétti kynjanna er aðeins fjórðungur æðstu yfirmanna Sameinuðu þjóðanna konur.

Hópur kvenna úr háskólasamfélaginu og víðar að stendur að baki herferð til að tryggja konu kjör sem aðalaframkvæmdastjóra. Á vefsíðu herferðarinnar er stungið upp á fjölda hæfra kvenna.

Þrjár konur hafa þegar boðið sig fram. Tvær búlgarskar konur hafa þótt álitlegar. Kristalina Georgieva, sem fer með fjárlög og mannauð í SG smaller photo Irina Bokova Photo UNframkvæmdastjórn Evrópusambandsins var oft nefnd en hún dró sig í hlé og þá tilnefndi búlgarska stjórnin Irina Bokova, forstjóra UNESCO.
Auk hennar hafa eftirtaldir boðið sig fram: Srgjan Kerim (Makedóníu), Vesna Pusić, (Króatíu), Natalia Gherman (Moldóvu), António Guterres (Portúgal), Igor Lukšić (Svartfjallalandi) og Danilo Türk (Slóveníu). Búist er við að margir frambjóðendur bætist í hópinn.

Áhugaverðir tenglar:

Aðferðin til að velja aðalframkvæmdastjóra: http://www.un.org/sg/appointment.shtml og http://www.un.org/pga/70/sg/
Spyrjið Sameinuðu þjóðirnar (Ask DAG) http://ask.un.org/faq/97048

Myndir: 1.) Ban Ki-moon tók við embætta aðalframkvæmdastjóra af Kofi Annan í ársbyrjun 2007. UN Photo/Paulo Filgueiras

2.) Boutros Ghali tók við af Perez de Cuellar. UN Photo/Milton Grant

3.) Irina Bokova, forstjóri UNESCO. UN Photo.