Geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla

0
778
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn
Mynd: Adrian Swancar Unsplash

 Það er óásættanlegt að einungis er varið 2% af útgöldum heilbrigðiskerfa í heiminum til geðheilbrigðis, að mati António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn 10.október segir Guterres að geðheilsuáhrif COVID-19 geti varað lengur en heimsfaraldurinn sjálfur.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn
Mynd: Fernando Cferdo Unsplash

Jafnvel í hátekjuríkjum segjast meir en 75% fólks sem þjáist af þunglyndi fá ónóga umönnun. Á hinn bóginn fær meir en 75% íbúa lág- og meðaltekjuríkja enga meðferð yfirleitt.

„Þetta er bein afleiðing langvarandi undir-fjármögnunar því ríkisstjórnir verja að meðaltali rétt rúmlega tveimur af hundraði allra framlaga til heilbrigðismála til geðheilsu,” segir Guterrres. „Þetta er óásættanlegt.”

Geðheilbrigðisvandinn gæti varað lengur en COVID

COVID-19 faraldurinn hefur haft afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Sumir hópar hafa orðið sérstaklega hart úti. Þar má nefna heilbrigðisstarfsfólk og aðra í framlínunni, námsmenn, fólk sem býr eitt og aðrir sama hafa þegar glímt við geðheilbrigðisvanda. Ekki má heldur gleyma því að þjónustu á sviði geðheilbrigðis, tauga- og fíknisjúkdóma hefur raskast verulega.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn „Án verulegs átaks gætu geðheilbrigðisáhrifn varað mun lengur en heimsfaraldurinn sjalfur,“ segir Guterres. „Við verðum að bregðast við til að leiðrétta augljósan ójöfnuð sem faraldurinn hefur leitt í ljós. Þar á meðal er ójafn aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu.“

Engu að síður er nokkur ástæða til bjartsýni. Á Alheims heilbrigðisþinginu í maí síðastliðnum viðurkenndu ríkisstjórnir heims nauðsyn þess að efla gæða-heilbrigðisþjónustu á öllum stigum. „Við erum loks farin að viðurkenna að það er tómt mál að tala um heilbrigðis án geðheilbrigðis,“ segir aðalframkvæmdastjórinn í ávarpi sínu.

Vígorð Alþjóða geðheilbrigðisdagsins að þessu sinni er „Geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla: látum það gerast.“ Myllumerkið á samfélagsmiðlum er #WorldMentalHealthDay.

Sjá nánar um Alþjóða geðheilbrigðisdaginn á Íslandi hér.