Spara má háar fjárhæðir með fjárfestingum í geðheilbrigði

0
679
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Nærri einn milljarður manna í heiminum glímir við einhvers konar geðröskun. Það er allra hagur að minnka þann fjölda en ekki aðeins til að auka vellíðan fólksins sjálfs heldur borgar það sig líka efnahagslega að fjárfesta í geðheilsu.

10.október er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) má meta þann skaða sem minni framleiðni af völdum þunglyndis og kvíða á andvirði einnar trilljónar Bandaríkjadala.  Það er meir en tvöföld þjóðarframleiðsla Svíþjóðar á ári.

COVID-19 og hagkerfið

 COVID-19 heimsfaraldurinn er áminning um hin nánu tengsl lýðheilsu og efnahagslífsins.

Efnahagsleg faraldurisns eru tröllaukin. Á Norðurlöndum er þetta mesti efnahagslegi samdráttur frá því í fjármálakreppunni 2008-2009 og hugsanlega frá því í síðari heimsstyrjöldinni.

Nú þegar glímt er við erfiðleika í efnahagslífinu er tímabært að líta á efnahagshlið heilbrigðismálefna á borð við geðheilbrigði sem eiga sér enn dýpri rætur í samfélaginu og efnahagslífinu en kórónaveiran.  Nærri einn milljarður manna glímir við geðröskun og rétt eins og með COVID-19 er hver einasti maður, hvar og hvenær sem er, í hættu. Samt sem áður getur engin bólusetning stöðvað útbreiðslu geðsjúkdóma. Verulegra og varanlegra fjárfetinga í forvörnum er þörf.

Fjárfestingar í geðheilbrigði borga sig

 Áratuga vanfjárfestingar í geðheilbrgiði, forvörnum og umönnum hafa haft í för með sér verulegt framleiðnitap og efnahagslegan skaða.

Fólk sem glímir við geðheilsuvanda verða fyrir sætir smánun, mismunum og mannréttindabrotum og hefur ónógan aðgang að meðferð. Allt þetta verður svo til þess að það tekur síður þátt í félags- og efnahagslífi.

“Þetta getur ekki haldið svona áfram,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. “Við getum ekki lengur skellt skolleyrum við þörfinni á fjárfestingarátaki í geðheilbrigðismálum. Við verðum að taka höndum saman til að hágæða geðheilsu úrræði standi öllum til boða sem þurfa á þeim að halda.”

Að mati WHO skilar hver króna, dollari eða evra sem fjárfestur er í meðferð gegn þunglyndi og kvíða, sér fimmfalt til baka. Og arðurinn af fjárfestingu í viðurkenndir meðferð gegn eiturlyfjafíkn skilar sér sjö sinnum til baka þegar tekið er tillit til minnkandi glæpa og málskostnaðar í dómskerfinu.

Þrátt fyrir þetta er að meðaltali varið 2% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála til geðheilbrigðis. Í lá og milltekjuríkjum fá 75% þeirra sem eiga við geiðheilbrigðisvanda að stríða, enga meðferð við honum.

Fjárfestum!

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Miðað við fyrri reynslu af ástandi af sama tagi og COVID-19 má búast við að þörfin fyrir geðheilbrigðis- og sálfræðistuðning aukist verulega. Af þeim sökum verða fjárfetistingar í geðheilsu-geiranum enn brýnni en ella. Þess vegna er markmið Alþjóða geðheilbrigðisdagsins að þessu sinni auknar fjárfestingar í geðheilsu.

“Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er tækifæri fyrir heiminn að taka höndum saman og snúa við blaðinu eftir að hafa vanrækt geðheilbrigði of lengi,” segir World Mental Health Day is an opportunity for the world to come together and begin redressing the historic neglect of mental health,” segir  dr Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóða geðheilbirgðisstofnunarinnar (WHO). “Afleiðingar COVID-19 á geðheilbrigði fólks blasa nú við og þetta er bara byrjunin. Ef við skuldbindum okkur ekki til verulegra fjárfestinga í geðheilbrigði nú þegar geta heilsufars-, félags-, og efnahagslegu afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar.”

#MoveForMentalHealth #MentalHealth #WorldMentalHealthDay #LetsTalk

Sjá nánar um Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hér og hér