Geir H. Haarde boðar fræðslu í skólum um SÞ

0
435

Geir H. Haarde, forsætisráðherra,  fjallaði hann um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga og lagði áherslu á virðingu fyrir mannréttindum þ.m.t. réttindum kvenna í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. 

Geir H. Haarde flytur ræðu sína í almennum umræðum á allsherjarþinginu 26. september.

Þá fjallaði forsætisráðherra um nauðsyn umbóta innan Sameinuðu þjóðanna og hvatti í því samhengi til átaks í menntun um tilgang og starfssemi samtakanna. Loks gerði forsætisráðherra grein fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Geir skýrði frá því að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að gera kennslu um hlutverk og tilgang Sameinuðu þjóðanna að hluta námsefnis í grunn- og framhaldsskólum til viðbótar við núverandi fræðslu á æðra menntastigi. “Ísland hvetur önnur ríki til að fara að dæmi sínu. Þetta gæti verið skilvirk leið til þess að koma fjölþjóðlegri heimssýn Sameinuðu þjóðanna á framfæri við komandi leiðtoga og borgara um allan heim.”

Forsætisráðherra átti fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn 26. september er hann ávarpaði allsherjarþingið.