Glæpir gegn mannkyninu hugsanlegir í Xinjiang

0
466
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í heimsókn sinni fyrr á árinu til Xinjiang-héraðs.
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í heimsókn sinni fyrr á árinu til Xinjiang-héraðs. Mynd: OHCHR

 Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna telur að mannréttindabrot gegn fólki af kyni Úígúra í Xinjiang-héraði í Kína, kunni að fela í sér „alþjóðlega glæpi, sérstaklega glæpi gegn mannkyninu.“

Skrifstofan gaf í gær út matskýrslu sína á mannréttindamálum í sjálfstjórnarhéraði Úígúra í Xinjang. Úttektin var gerð í kjölfar alvarlegra ásakana um mannréttindabrot gegn Úígúrum og öðrum samfélögum múslima. Athygli Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og sérstakra verkferla samtakanna var vakin á þessu máli fyrst síðla árs 2017. Hér er sérstaklega um að ræða stefnu kínverskra stjórnvalda aðgerðir þeirra til að berjast gegn hryðjuverkum og „öfgastefnu“.

Rækileg yfirferð

Matið byggir á rækilegra yfirferð tiltækra gagna. Sannleiksgildi hefur verið staðreynt með aðferðarfræði viðurkenndrar aðferðafræði á sviði mannréttinda.

Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg mannréttindabrot hafi verið framin í Xinjiang í framkvæmd herferða stjórnvalda gegn hryðjuverkum og „öfgastefnum“.“

„Umfangsmiklar og handahófskenndar fangelsanir fólks af kyni Úígúra og úr röðum annara aðallega múslimskra hópa…kunna að fela í sér alþjóðlega glæpi, sérstaklega glæpi gegn mannkyninu,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að sömu hópar hafi verið sviptir grundvallarréttindum hvort heldur sem er einstaklingar innan þeirra eða samfélög í heild.

Ráðleggingar

Á meðal ráðlegginga Mannréttindaskrifstofunnar eru að Kínverjar eru hvattir til að láta lausa alla einstaklinga sem hafa verið sviptir frelsi af handahófi í Xinjang. Fórnarlömbum mannréttindabrota verði séð fyrir viðeigandi lækningaúrrðum og greiddar bætur. Þá eru Kínverjar eggjaðir til að hætta þegar í stað hvers kyns harðræði og hefndaraðgerðum gegn Úígúrum og öðrum minnihlutahópum múslima.

Sjá fréttatilkynningu um málið hér

Sjá skýrsluna í heild hér.

Sjá einnig þessu skylt hér.