Góð þátttaka í Ljósagöngu

0
521

hnefi

26. nóvember 2012. Árleg Ljósaganga UN Women var haldin á sunnudag á Alþjóðlegum degi baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi 25. nóvember. 

 

 

Gangar markar einnig upphaf árlega 16 daga átaksins fram að Mannréttindadeginum 10. desember. Safnast var saman í Alþingisgarðinum og voru þær Hildur Lillendahl og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir heiðraðar fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi á árinu.

 

Fundarmenn skrifuðu svo undir með fingrafari áskorun þar sem þess var krafist að „stjórnvöld geri ALLT sem í þeirra valdi stendur til að útrýma ofbeldi gegn konum: hér heima og að heiman!“

 

Við garðinn hafði verið komið fyrir til sýnis auglýsingum úr samkeppni UNRIC til höfuðs ofbeldi gegn konum. Gengið var frá Alþingi og að bíóparadís en eftir dagskrá þar var sýnd verðlaunamyndin Tyrannosaur í leikstjórn hins kunna breska leikara Paddy Considine.

 

Fleiri auglýsingar úr samkeppninni eru til sýnis í bíóinu.