Græni múrinn fær vítamínsprautu

0
934
Gæni múrinn mikli

Meir en 14 milljarðar Bandaríkjadala söfnuðust til stuðnings Græna múrnum mikla sem teygir anga sína yfir þvera Afríku á leiðtotogafundi kenndum við eina plánetu í París – One Planet Summit-í gær.

Leiðtogafundurinn var haldinn að frumkvæði frönsku stjórnarinnar í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankann.

Græni múrinn er stórverkefni undir forystu Afríkubúa. Það felst í því að gróðursetja tré og skapa ræktanlegt land þvert yfir Sahel svæðið. Múrinn er framlag í baráttunni við loftslagsbreytingar, þurrka og átök, að ekki sé minnst á uppflosnun fólks.

Mið-SahelsvæðiðHann er alþjóðlegur vettvangur aðgerða í þágu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Markmiðið er að „hraða umskiptum í heiminum yfir í réttlátara hagkerfi þar sem  loftslagsbreytingar og náttúran væru í öndvegi”.

Fyrsti fundurinn var haldinn í árslok 2017 tveimur árum eftir að Parísaramningurinn var gerður. Þeir eru tækifæri fyrir pólitíska leiðtoga, einkageirann, sjóði, almannasamtök og almenning til að koma saman og skilgreina verkefni og finna fjármagn til baráttu í þágu loftslagsins, fjölbreytni lífríkisins og hafsins.

Fjórði fundurinn var haldinn á mánudag 11.janúar https://www.un.org/sustainabledevelopment/blog/2021/01/one-planet-summit-2/ og var þemað „Sameinumst í þágu náttúrunnar.”

Átta þúsund kílómetra undur

Græni múrinn miki
Amir Shahabi – Unsplash

Frá því verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2007 hefur múrinn teygt anga sína yfir allt Sahel svæðið frá Senegal í vestry til Djibouti í austri. Hann nær til ellefu ríkja og er grundvallaratriði í því að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030.

Afríkuríki leiða Græna múrs-verkefnið. Það felst í að sýna að hægt er að virkja náttúruna í þágu baráttunnar gegn umhverfisvá á borð við ágang á land, eyðimerkurmyndun, upplástur, þurrka og tap fjölbreytni lífríkisins og berjast á sama tíma gegn fátækt og fæðuóöryggi.

Á einnar plánetu fundinum var samþykkt áætlun um að hraða fjármögnun og bæt samhæfingu verkefnisins. Staðfest framlög námu14 milljörðum dala.

Ríki á Sahelsvæðinu berjast í bökkum, ekki síst eftir að COVID-19 bættist við fyrirliggjandi vandamál. Nýja fjármagnið ætti því að hraða uppbyggingu.

„Endurreisn eftir heimsfaraldurinn er okkar tækifæri til að breya stefnu,“ sagði Antóni Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi til fundarins.“

„Með slungnum áætlunum og réttum fjárfestingum getum við fetað braut sem tryggir heilbrigði allra, endurlífgun hagkerfa og aukið þanþol. Nýsköpun í orkugeiranum og samgöngum getur rutt brautina fyrir sjálfbærri endurreisn og félagslegum og efnahagslegum umskptum. Lausnir sem sóttar eru til náttúrunnar, eins og Græni múrinn mikli, lofa góðu.“

Talið er að það þurfi 33 milljarða dala fjárfestingar einkaaðila og innlendra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins til að ljúka lagningu múrsins.