Græni múrinn mikli sameinar í stað þess að sundra

0
837
Gæni múrinn mikli

Græni múrinn mikli teygir anga sína þvert yfir svokallað Sahel svæði. Hann er ólíkur öðrum landamæra-mannvirkjum því hann þjónar ekki þeim tilgangi að skilja fólk að heldur sameina það. Og í honum er hugsanlega fólgin lausn á því öryggisleysi og neyð sem sett hafa mörk sitt á svæðið. Málefni mið-Sahel-svæðisins eru í brennnidepli á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn.

Danska stjórnin ásamt þýsku stjórninni, Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum halda ráðherrafund um mannúðarmál á mið-Sahel svæðinu 20.október. Sahel er svæðið kallað sem er sunnan Sahara en norðan afríska gróðurlendisins. Það nær frá Atlantshafi að Horni Afríku og er aðallega gresja.

Gæni múrinn mikli Í Burkinsa Faso, Malí og Níger hafa vandamál hrannast upp. Vopnuð átök, hungur, fátækt og brot á réttindum kvenna færast mjög í vöxt. Loftslagsbreytingar hafa virkað sem olía á eld undirliggjandi vanda. Svæðið hefur hlýnað einum og hálfum sinnum meira en heimsmeðaltalið. Því hefur fylgt óreglulegt rigningamynstur, auk flóða sem hafa valdið jafnt akuryrkjubændum sem hirðingjum miklum búsifjum.

Samræmingarskrifstofa mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hefur gefið út umfangsmikla skýrslu  í aðdraganda fundarins. Þar er hvatt til þess að fundin verði langtímalausn á mannúðar-kreppunni sem herjar á ríkin, en bent á að fræjum varanlegra viðbragða hafi verið sáð í líki Græna múrsins mikla.

Græni múrinn er stórverkefni undir forystu Afríkubúa. Það felst í því að gróðursetja tré og skapa ræktanlegt land þvert yfir Sahel svæðið, þar á meðal Burkina Faso, Malí og Níger. Múrinn er áhugavert andsvar við vanda sem ekki aðeins Afríka glímir við heldur alþjóðasamfélagið I heild. Múrinn er framlag í baráttunni við loftslagsbreytingar, þurrka og átök, að ekki sé minnst á uppflosnun fólks. Ólíkt flestum landamæramúrum sameinar hann fólk í stað þess að sundra.

Tími múra 

Gæni múrinn mikliMannkynið hefur reist múra frá örófi alda; allt frá hinum ógurlegu múrum Jeríkó til Kínamúrsins og Danavirkis til Berlínamúrsins. Að mati sagnfræðingsins Gregory Dreicer eru múrar reistir til þess að skilgreina samfélög. Með þvi að reisa múr er verið að festa í sessi hverjir eru „við” og hverjir eru „hinir“- þeir sem eru handan múrsins.

En þótt múrar séu ekki nýjir af nálinni þá lifum við á tímum múra. Um allan heim er verið að reisa múra til þess að halda úti einhverjum sérstökum hópum. Fræðimaðurinn Antonio De Lauri telur múra vera táknræna staðfestingu á tilvist þjóðríkisins. Sýnileiki þeirra skipti meira en skilvirkni því þeir séu fyrst og fremst tákn um félagslegan- og þjóðernislegan mun. Táknrænt hlutverk múrs er auðskiljanlegt: þeir skilja að og marka landsvæði.

Sögulega þjónuðu múrar þó ekki því hlutverki að mismuna fólki heldur tryggja velmegun innan borga.  Hinn mikli græni afríski múr endurvekur þetta sögulega hlutverk.

Græni múrinn mikli

Græni múrinn er eins ólíkur hefðbundnum landamæra-mannvirkjum nútímans og hugsast getur. Þetta er þver-afrískt verkefni sem hófst árið 2007. Það fylkir þjóðum og ríkjum að baki þvi verkefni að gróðursetja tré og skapa ræktarland þvert yfir Sahel.

Sahel er fremst í víglínu loftslagsbreytinga og milljónir íbúa glíma við skaðvænlegar afleiðingar. Þar ber hæst þráláta þurrka, matarskort, átök um minnkandi náttúruauðlindir og fólksflutninga til Evrópu.

Á þeim rúma áratug sem liðinn er hefur verið lokið við 15% verksins. Mjór er mikils vísir því nú þegar hefur Græni múrinn endurheimt land sem komið var í órækt og tryggt mavælaöryggi, skapað atvinnutækifæri og glætt von og gefið fólki þar með ástæðu til að flýja ekki af hólmi. Ef litið er til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þá kemur Græni múrinn við sögu í fimmtán af sautján markmiðum. Og þegar múrinn verður fullkláraður verður hann stærsta mannvirki jarðar. https://www.greatgreenwall.org/2030ambition

 

Í  Burkina Faso, Malí og Níger hafa 120 samfélög verið virkjuð og grænt belti þekur nú 2500 hektara lands sem komið var í órækt eða orðið þurrki að bráð. Sáð hefur verið eða gróðursett yfir 2 milljónir græðlinga meir en fimmtíu trjátegunda af svæðinu.

Gæni múrinn mikliVerkefnið líður hins vegar fyrir ófullnægjandi og ófyrirsjáanlega fjármögnun.

Græni múrinn mikli hefur vakið vaxandi athygli sem eitt helsta verkefni heims í baráttunni við landeyðingu, eyðimerkurmyndun, þurrk, loftslagsbreytingar, minnkun fjölbreytni lífríkisins, fátækt, átök og matvælaóöryggi. Múrinn gæti reynst fyrirmynd að samþætti nálgun í því að takast á við mannúðar-, efnahagsleg-, vistfræðileg, og öryggisvandamál sem færast í vöxt á svæðinu. Ráðherrafundurinn 20.oktober er vettvangur til þess að þoka því áleiðis.

Sjá nánar: