Guterres á Stokkhólmur+50: Stöðvum sjálfsmorðsstríð gegn náttúrunni

0
449
Stokkhólmur +50 ráðstefnan í morgun.
Stokkhólmur +50 ráðstefnan í morgun. Mynd: UNEP

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti veraldarleiðtoga til að breyta um stefnu og binda enda á „glórulaust sjálfsmorðsstríð gegn náttúrunni“ í opnunarræðu sinni á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Stokkhólmur+50.

 Stockholm+50 opening ceremony.
Guterres ávarpar Stokkhólmur +50 ráðstefnuna. Mynd: UNEP

„Við vitum hvað þarf að gera. Og í vaxandi mæli höfum tiltæk þau úrræði sem til þarf. En það þarf forystu og samvinnu. Því heiti ég á leiðtoga á -lum sviðum: leiðið okkur út úr þessum vanda,“ sagði Guterres.

Tveggja daga ráðstefnan  2.til 3.júní hófst í morgun og er þema hennar „Stokkhólmur+50: heilbrigði pláneta í þágu velmegun allra – okkar ábyrgð, okkar tækifæri.“

„Heimsmarkmiðin sautján um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulagið vísar okkur veginn,“ sagði Guterres í opnunarræðunni. „En við verðum að láta kné fylgja kviði og hrinda skuldbindingunum í framkvæmd.“

Heimsmarkmiðin eru vegvísir

Aðalframkvæmdastjórinn benti á að síðar á þessu ári væri stefnt að því að leiðtogar ríki gangi frá nýju rammasamkomulagi sem miðar að því að stöðva tap fjölbreytni lífríkisins fyrir 2030. Vinna er þegar hafin við sáttmála til að stemma stigu við plastmengun. Að auki eru bundnar vonir við Hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í lok júní.

„ En þaðer eitt sem ógnar öllum árangri okkar. Loftslagsváin. Ef við aðhöfumst ekki þegar í stað verður plánetan ekki lengur lífvænleg. Vísindamenn segja helmingslíkur á því að 1.5 gráðu hlýnun verði á jörðinni innan fimm ára miðað við fyrir iðnbyltingu. Parísarsamkomulagið átti að tryggja að jörðin hitnað ekki meira en þetta. Við getum ekki látið þetta gerast,“ sagði Guterres.

Stokkhólmur+50

Stokkhólmur. Mynd: UN.

Stokkhólmur+50 ráðstefnan er haldin til að minnast Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972. Hún markaði upphaf umhverfisaðgerða á hemsvísu. Ráðstefnunni er ætlað að viðurkenna mikilvægi millliríkjsamvinnu í því að takast á við þá þreföldu vá sem ógnar jörðinni; loftslagið, náttúra og mengun. Vonast er til að ráðstefnan geti þjónað sem stökkpallur til að hraða framkvæmd markmiða Áratugar Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun, þar á meðal Áætlun 2030 og sáttmála um fjölbreytni lífríkisins eftir 2020.

Í ræðu sinni minnti Guterres á þann árangur sem hefur orðið á hálfri öld, björgun ósonlagsins svo dæmi séu tekin. Hann benti á að ef neysla í heiminum væri álíka og hún er í ríkustu löndum heims, þyrftum við þrjár jarðir til að standa undir henni.

Fánaborg í Stokkhólmi. Mynd UNEP

„Við glímum við þrefalda krísu á plánetunni. Loftslagshamfarir sem granda og flæma á brott sífellt fleiri á hverju ári. Niðurbrot vistkerfa hraðar tapi líffræðilegs fjölbreytileika og grefur undan velferð meir en þriggja milljarða manna. Og aukin mengun verður meir en 9 milljónum að fjörtjóni árlega.“

Aðalframkvæmdastjórinn telur að minnka þurfi losun gróðurhúsalofttegunda um 45% fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öld. Þróuðum ríkjum beri að tvöfalda, að minnsta kosti, stuðning viið þróunrríki tile ss að þau geti aðlagast og byggt upp viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum, sem þegar sjást merki. Guterres hvatti G20 ríkjahópinn til að leggja af kolanotkun. OECD ríkin fyrir 2030 og önnur ríki fyrir 2040.

Aðeins ein jörð

Stockholm50

„Í dag hvet ég öll ríki til að viðurkenna í verki þau mannréttindi sem felast í hreinu, heilbrigðu umhverfi, alls staðar og fyrir alla,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn og bætti við: „Mannkynið hefur sýnt í sögu sinni að það er fært um að gera magnaða hluti. En það gerist aðeins með samvinnu. Ef við viljum lifa og þrífast, ber okkur að vernda og græða plánetuna okkar, okkar eina heimili. Við skulum skuldbinda okkur í orðum og æði til axla þá ábyrgð sem fólst í Stokkhólmsyfirlýsingunni 1972. Það er aðeins ein jörð.“

Sjá nánar um Stokkhólmur+50 hér.