Guterres: Margslungnari hætta en í Kalda stríðinu

0
264
Sergey Vershinin vara-utanríkisráðherra Rússlands stýrir fundi Öryggisráðsins.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að sumpart sé meiri hætta á átökum nú en á dögum Kalda stríðsins. Guterres, sem er staddur á öryggismálaráðstefnunni í  München, bendir á að á þeim tíma hafi verið til staðar ákveðin ferli. Þau hafi auðveldað deilendum að meta áhættu og koma á tengslum til að forðast átök.

Margt af þessu væri ekki lengur til eða þjálfað fólki ekki til staðar sem kynni til verka.

„Af þeim sökum er meiri hætta á að samskiptaleysi eða misreikningur verði og smáatvik í viðskiptum þessara velda fari úr böndunum og valdi ómetanlegum skaða.”

Hann lýsti áhyggjum sínum af fjölda rússneskra hermanna sem hefðu tekið sér stöðu í kringum Úkraínu og aukinna vangaveltna um vopnuð átöku í Evrópu.

„Ég held enn að það gerist ekki. En ef það gerist, þá væri það hörmulegt. Það er enginn valkostur við diplómatíska lausn.”

Átök færast í vöxt

Hann minnti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar um að leysa deilur á friðsamlegan hátt. Þá benti hann á að í nýlegri skýrslu „Sameiginleg áætlun okkar” (Our Common Agenda report), séu tillögur um skilvirkara sameiginlegt öryggi.

Hann lýsti áhyggjum sínum af því að svæðisbundin veldi hefðu í sívaxandi mæli afskipti af deilum í einstökum ríkjum og nefndi Jemen og Líbýu sem dæmi. Þá minnti hann á að lengi hefðu valdarán verið á nokkurra fresti. “Árið 2002 hefur slíkt gerst aðra hverja viku.”