Guterres sækist eftir endurkjöri

0
26
Guterres loftslagsmál COVID-19
Guterres flutti ávarp um loftslagsmál í ljósi COVID-19 af myndbandi fyrir indverska áheyrendur.

António Guterres hefur staðfest að hann muni bjóði sig fram til annars kjörtímabils sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Núverandi kjörtímabil hans lýkur í árslok.

Samkvæmt 97.grein Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna er það Allsherjarþingið sem samþykkir skipan aðalframkvæmdastjórans að fengnum ráðleggingum Öryggisráðs samtakanna. Það þýðir í raun að hvert þeirra ríkja sem hafa fast sæti í Öryggisráðinu geta beitt neitunarvaldi.

Guterres varð fyrir valinu sem aðalframkvæmdastjóri árið 2016. Þá var í fyrsta skipti efnt til opinberrar umræðu á vettvangi Allsherjarþingsins. Þrettán frambjóðendur kynntu þá sjónarmið sín og svöruðu spurningum.

Þetta verður í fyrsta skipti sem sitjandi aðalframkvæmdastjóri fer í gegnum slíkt ferli. Það var Daninn Mogens Lykketoft sem beitt sér fyrir auknu gagnsæi í vali aðalframkvæmdastjórans þegar hann var forseti 70.Allsherjarþingsins.