Lykketoft: Val arftaka Ban verður gagnsærra

0
523
Lykketoft Petit og moi

Lykketoft Petit og moi

16. febrúar 2016. Mogens Lykketoft, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna telur að það verði erfitt fyrir stórveldin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði samtakanna, að sniðganga frambjóðanda til aðalframkvæmdastjóra sem hefði verulegan stuðning á Allsherjarþinginu.

Lykketoft lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Brussel hjá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Lykketoft skrifaði sem forseti Allsherjarþingsins sameiginlegt bréf með Samantha Powers, sendiherra Bandaríkjanna og þá forseta öryggisráðsins til allra 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Lykketoft moi MogheriniÞar var hvatt til þess að opna umræðuna um ráðningu næsta aðalframkvæmdastjóra en Ban Ki-moon lætur af því embætti um áramótin.
Aðildarríki tilnefna frambjóðendur til embættisins en Öryggisráðið hefur hingað til mælt með einum við Allshjerjarþingins og hefur í raun verið einrátt um kjörið.

Fáar skrifaðar reglur eru um val aðalframkvæmdastjórans, en samkvæmt hefð ætti röðin að vera komin að Austur-Evrópubúa og vaxandi þrýstingur er á að kona veljist til embættisins.

Eftir sem áður er það Öryggisráðið sem velur einn frambjóðanda og biður um stuðning Allsherjarþingins. 

LykketoftUNRIC1„Ef það verða margir frambjóðendur og enginn fær td. meirihluta atkvæða aðildarríkja, þá er líklegt að það verði engin breyting á því hvernig þetta er ákveðið,“ sagði Lykketoft á blaðamannafundinum í Brussel. „En ég held að það yrði mjög, mjög erfitt – og það er mitt persónulega mat- fyrir ríkin fimm sem hafa fast sæti í öryggisráðinu að fylkja sér um annan frambjóðenda ef meirihlutluti aðildarríkja styður einhvern annan.“

Lykketoft hefur lofað því að ráðningaferlið verði gagnsætt en í bréfinu til aðildarríkjanna eru þau beðin um velja frambjóðendur, konu eða karl. Frambjóðendur verða síðan að skila tvö þúsund orða greinargerð og hafa svo tíu mínútur til að kynna sig fyrir Allsherjarþinginu auk þess að svara spurningum. Kynningar byrja um miðjan apríl. Juncker Lykketoft

„Það verður að koma í ljós hvað kemur út úr þessu, og ég veit það ekki sjálfur. Við höfum lagt upp í eins konar stjórnarskrár umræðu með þessum nýju aðferðum,“ sagði Lykektoft.

Hann er í tveggja daga heimsókn í Brussel þar sem hann hefur hitt Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Fedirica Mogherini, utanríkismálastjóra, Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins og aðra háttsetta embættismenn.

Mynd:  Mogens Lykketoft á blaðamannafundi hjá UNRIC. 2:) Mogens Lykketoft, ræðir við Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandins. 3.) Lykketoft ásamt Jean-Claude Juncker, forstjóra framkvæmdastjórnar ESB. Michael Durickas/UNRIC.