Guterres: Stöðvum glæpavæðingu samkynhneigðar

0
13
Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks.
Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks. Mynd Philip Myrtorp/Unsplash

Alþjóðlegur dagur til höfuðs andúð á hinsegin fólki. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til þess í dag að bundinn yrði endi á glæpavæðingu samkynhneigðar. Í ávarpi á Alþjóðlegum degi gegn andúð á hinsegin

fólki lauk Guterres lofsorði á hugrekki verjenda mannréttinda hinsegin fólks (LGBTIQ+).

„Ný lög eru sett til að festa í sessi gamaldags ofstæki, færa sér í nyt ótta og ala á hatri,” segir Guterres.

„Glæpavæðingu samkynhneigðar ber að stöðva strax rétt eins og allt ofbeldi og mismunum hinsegin fólks.“

Þema Alþjóðlega dagsins er „Skiljum engan eftir: jafnfrétti, frelsi og réttlæti fyrir alla.“ Það er áminning um skyldu okkar til að virða mannréttindi og reisn hverrar einustu manneskju.

„Við þurfum aðgerðir um allan heim til að þessi réttindi verði að veruleika,“ segir Guterres.

Fáni hinsegin fólks á lofti.
Fáni hinsegin fólks á lofti. Mynd: Toni Reed/Unsplash

Kerfisbundin mismunun

Hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna benti á í yfirlýsingu í dag að samkynhneigð væri bönnuð í sextíu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

„Því miður er kerfisbundin mismunun enn við lýði og margir upplifa hótun um ofbeldi, eða sæta slíku víða um heim og njóta því ekki mannréttinda sinna.“

Sjá einnig hér.