Guterres til Moskvu og Kiyv

0
534
Dagur Sameinuðu þjóðanna
António Guterres. Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fer til Rússlands og Úkraínu í næstu viku til viðræðna við ráðamenn.

Guterres fer til Moskvu þriðjudaginn 26.ágúst.Þar mun hann eiga fund og hádegisverð með Sergei Lavrov utanríkisráðherra. Aðalframkvæmdastjórinn hittir síðan forseta Rússlands Vladimir Putin.

Síðar í gær var tilkynnt að Guterres myndi einnig fara til Úkraínu. Þar hitti hann Dmytro Kuleba utanríkisráðherra og því næst Zelenskyy forseta 28.apríl.

„Það er brýnt að stíga skref til að bjarga mannslífum, binda enda á þjáningar fólks og koma á friði í Úkraínu,“ sagði Guterres á Twitter.

Þá heldur aðalaframkvæmdastjórinn til fundar við starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu og ræðir hvernig hægt sér að efla enn hjálparastarfið.

Fyrr í vikunni var skýrt frá því að Guterres hefði skrifað leiðtogum Rússlands og Úkraínu bréf þar sem hann fór fram á viðræður í höfuðborgum ríkjanna.

(Uppfært með fréttum af heimsókninni til Úkraínu).