Hætta á fleiri faröldrum fer vaxandi

0
730
Farsóttir

Hætta á heimsfaröldrum vex hratt. Meir en fimm nýir sjúkdómar skjóta upp kollinum í fókli á hverju ári. Hver um sig kann að breiðast út og verða að farsótt.

 Þetta er niðurstaða skýrslu sem kom út í dag á vegum nefndar vísindamanna sem fjalla um fjölbreytni lífríkisins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (IPBES, the Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services).

Í skýrslunni er varað við að við stöndum frammi fyrir því að nú sé hafið „farsóttaskeið“. Það tengist loftslagsbreytingum og minnkandi fjölbreytni lífríkisins sem hvort tveggja er af mannavöldum.

Talið er að 1.7 millljón óuppgötvaðra veira búi í spendýrum og fuglum. Allt að helmingur gæti sýkt menn og valdið því að farsóttir breiðist hraðar út, drepi fleir en áður og valdið meiri usla í efnahagslífinu en nokkru sinni fyrr.

Ekki draga dýr til ábyrgðar

Helst eru það spendýr svo sem leðurblökur, nagdýr og prímatar, sumir fuglar, einkum vatnafuglar og húsdýr sem geta borið í sér sýkla sem kunna að valda farsóttum hjá mönnum. En þar sem maðurinn hefur bíð með þessum dýrum frá örófi aldar vaknar sú spurning hvers vegna farsóttir færist í aukanna?

Orsakarnir er að finna í virkni mannsins. Fráleitt er að skella skuldinni á dýraríkið.

Nýting mannsins á umhverfinu hefur raskað náttúrulegum og gagnvirkum tengslum innan dýraríkisins og örveruflórunnar. Tengls innan dýraríkisins á milli dýra, búfjár, manna og sýkla þeirra hafa aukist.

Þegar fjölbreytni lífríkisins minnkar vegna ágangs mannsins á náttúruna aukast líkur á að farsóttir kvikni. Tegundir aðlaga sig að manngerðu landslagi. Þær færast nær manninum og hýsa sýkla sem honum er hættulegir. Loftslagsbreytingar gera svo stöðuna enn verri því þær stökkva fólki og dýrum á flótta frrá hefðbundum búsetusvæðum sínum. Ný eða aukin tengsl á milli tegunda leiða til meiri dreifingar sýkla og sjúkdómsvalda.

Þetta er mannöldin

Þessi hættulega blanda loftslagsbreytinga, fækkun jurta og tegunda, farsótta, mannlegrar virkni og heilsufars er hluti af stærri sögu jarðarinnar. Vísindamenn halda því fram að virkni mannsins á borð við iðnvæðingu og landbúnað hafi haft í för með sér svo miklar breytingar að þær hafi breytt grundvallarferlum jarðarinnar. Mannkynið sé orðið hreyfiafl í sjálfu sér. Því er talað um að upp sér runnin Mannöld ( Anthropocene), nýtt jarðfræðilegt skeið sem taki við af skeiði nútímans sem hófst fyrir 11.500 árum.

En mannöldin felur ekki í sér yfirráð mannsins yfir náttúrunni. Nýja tímabilið gæti haft í för með sér upplausn, ofbledi, hættur og óreiðu. Mannkynið er orsök þess og það gæti hafi í för með sér endalok lífs á jörðunni og þar með mannkynsins.

Hvað er til ráða?

Í IPBES-skýrslunni er því haldið fram að hægt sé að draga úr hættu á heimsfaröldrum með því að minnka verulega þá mannlegu virkni sem veldur minnkandi fjölbreytni lífiríkisins. Efla þurfi vernd viðkvæmra landsvæða. Þá beri að grípa til aðgerða til að stöðva ósjálfbæra nýtingu lands þar sem fjölbreytni lífríkisins er mikil. Þetta minnki snertiflötinn á milli villtra dýra, búfjár og manna og koma í veg fyrir nýir sjúkdómar berist á milli.

Sjá nánar hér.