Heimaræktaðar skólamáltíðir gera gagn

0
486
skoli1 1

skoli1 1

26.ágúst 2016. Verulega hefur dregið úr brottfalli og fjarvistum nemenda í skólum í Malaví þar sem heimaræktaðar máltíðir eru í boði fyrir börnin.

Þetta segir í nýrri skýrslu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) en þar er fjallað er um samstarf við alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA) í Malaví. Frétt um þetta birtist í Heimsljósi, veftímariti um þróunarmál.

Alls voru 312 þúsund máltíðir í boði á vegum WFP og ICEIDA í þremur skólum í Mangochi héraði á síðasta skólaári. Það er 41% aukning milli ára og skýrist af betri mætingu nemenda og fækkun barna sem hverfa frá námi.

Íslendingar hafa í tæplega fjögur ár stutt verkefni á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Malaví um heimaræktaðar skólamáltíðir. Þær eru hluti af stóru verkefni WPF sem er langstærsti veitandi skólamáltíða í landinu sem ná til rúmlega 900 þúsunda skólabarna, eða 0% allra barna í landinu. Af rúmlega 90 þúsund nemendum sem fá skólamáltíðir í Malaví á vegum WFP eru um 1500 börn í þremur skólum í Mangochi sem fá heimaræktaðan mat í skólanum sem greiddur er af íslensku skattfé gegnum ICEIDA.

Í þessari nýju skýrslu WFP er fjallað um samstarfið við ICEIDA sem hófst í nóvember 2012. Í skýrslunni kemur fram kemur fram að þessi hugvitsamlega aðferð að bjóða skólabörnum upp á máltíðir úr heimabyggð hafi hafist með samstarfi WFP og ICEIDA í Mangochi í umrædddum þremur skólum með samstarfssamningi til fimm ára.

Eftir góðan árangur af verkefninu fyrsta árið hafi WFP tekist að bæta við sjö nýjum grunnskólum, tveimur í Mangochi og fimm ímalawi Phaombe, með styrk frá samtökunum Purchase from Africans for Africa (PAA). Ári síðar ákváðu norsk stjórnvöld að setja umtalsvert fé í verkefnið og þá fjölgaði skólunum upp í 79. Alls eru núna 89 skólar í fjórum héruðum sem bjóða nemendum heimaræktaðar máltíðir, að því er fram kemur í skýrslunni.

Verkefnið hefur ekki aðeins haft jákvæð áhrif á skólagöngu, nám og næringu barnanna heldur hefur það jafnframt víðtæk áhrif í samfélaginu því samvinnufélög bænda sjá um útvegun máltíðanna og ganga að kaupanda vísum að afurðum með tilheyrandi efnahagslegum framförum. Þannig hafi heimaræktuðu skólamáltíðirnar margföldunaráhrif á þróun í samfélaginu – eins og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi.

Mynd: Skólamaltíðir í Malaví. Utanríkisráðuneytið/Gunnar Salvarsson.

Börn í Dindi barnaskólanum í Mwandama þúsaldarþorpinu í Malaví. UN Photo/Evan Schneider