Heimilisofbeldi: kona er drepin á 11 mínútna fresti

0
396
Kyndbundið ofbeldi

Kynbundið ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er eitt þrálátasta mannréttinabrot heims. Á 11 mínútna stelpa er kona eða stúlka drepin af ástvini; annað hvort manni sínum eða kærasta eða af ættingja. Þær sæta einnig ofbeldi á netinu; allt frá kvenhaturs-orðræðu til kynferðislegrar áreitni, óumbeðinni viðreynslu til misnotkunar mynda. 25.nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.

Mismunun og ofbeldi af hvaða tagi sem er, sem beinist að helmingi mannkyns veldur miklum skakkaföllum. Slíkt dregur úr fullri þátttöku kvenna á öllum stigum lífsins. Þeim er meinað um grundvallarréttindi og frelsi. Með þessu er komið í veg fyrir jafna efnahagslega endurreisn og sjálfbæran vöxt sem heimurinn þarfnast.

Kyndbundið ofbeldi
Þarftu hjálp? Hringdu í 5611205

„Það er kominn tími til að grípa til aðgerða til að umbreyta þessu og binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Saminuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðlega daginn.

„Það þýðir að ríkisstjórnum ber að taka saman, fjármagna og hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlunum til að takast á við þennan ófögnuð.

Það þýðir að grasrótarsamtökum og hópum innan borgaralegs samfélags vrði hleypt að ákvarðanatöku á hverju stigi.

Það þýðir að styðja ber opinberar herferðir til að skora á hólm viðmið feðraveldisins og styðja við bakið á annars konar karlrembu, sem hafnar kvenhatri og ofbeldi.“

16 daga átak

Þema alþjóðlega dagsins í ár „Sameinumst: virkni til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum“ er áminning til allra um að styðja við bakið á baráttufólki um allan heim sem krefjast breytinga og styðja fórnarlömb ofbeldis.

Baráttudagurinn gegn kynbundnu ofbeldi markar upphaf 16 daga herferðar sem lýkur 10.desembrer á Alþjóðlega mannréttindadeginum.

„Ég hvet ríkisstjórnir til að auka fjárveitingar til kvenréttindasamtaka og hreyfinga um 50% fyrir 2026. Við skulum taka afstöðu og láta rödd okkar heyrast í þágu réttinda kvenna. Segjum hátt og snjall: við erum öll femínistar. Fleygjum ofbeldi gegn konum og stúlkjm á ruslahaug sögunnar,“ segir Guterres í ávarpi sínu.

Vissir þú?

Að frá því COVID-10 heimsfaraldurinn skall á ….

  • hafa 45% kvenna tilkynnt að þær sjálfar eða einhver sem þær þekkja hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi.
  • 7 af hverjum 10 konum telja að munnlegt eða líkamlegt ofbeldi af hálfu ástvinar hafi færst í aukana.
  • 6 af 10 konum telja að kynferðislegt áreiti á opinberum vettvangi hafi færst í vöxt.

Heimild: UN Women (2021)

Sjá einnig hér, hér og hér.