Ísland í myndasafni Sameinuðu þjóðanna

0
469
thorthors

thorthors
30.október 2015. Ísland hefur skilið eftir sig töluverð spor á vettvangi Sameinuðu þjóðanna ef marka má þann fjölda mynda af Íslendingum sem eru í fórum samtakanna. Við birtum brot af því besta nú þegar þess er minnst að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna

UN70 Logo Icelandic horizontal outlined resizedÁ myndinni að ofan eru frá hægri Thor Thors, sendiherra, Kristján Albertsson, Sigurður Bjarnason, Stefán Pjetursson, Þórarinn Þórarinsson og Hannes Kjartansson á allsherjarþinginu 1960.Iceland1946

Ísland hafnaði boði um að gerast einn af stofnendum Sameinuðu þjóðanna vegna skilyrðis um að lýsa yfir stríði, eins og rakið er í grein í afmælisútgáfu Norræna vefrits UNRIC. Ísland, Afganistan og Svíþjóð gengu loks í Sameinuðu þjóðirnar og var íslenski fáninn dreginn að hún við bráðabirgða-höfuðstöðvar samtakanna í Flushing Meadows 19.nóvember 1946.

KristjanAThor Thors, var sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1947 til 1965 og er ítarlega fjallað um feril hans í fyrrnefndu fréttabréfi. Kristján Albertsson, sat mörg allsherjarþing og hér sést hann á sjöunda allsherjarþinginu árið 1952. 

PeturThorstPétur J. Thorsteinsson, sat í sjötta nefnd á allsherjarþinginu 1953 og sést hér með kollegum sínum frá Indlandi og Íran.

bgunnÍslendingar hafa lagt gjörva hönd á margt sem starfsmenn Sameinuðuþjóðanna og í fórum samtakanna er þessi mynd frá vopnahléseftirlitinu í átökum Ísraels og Araba  (UNTSO) og til hægri er B. Gunnarsson, en fornafn hans höfum við ekki. 

SundÍ myndasafninu er mynd af sundlaug í Reykjavík 1962 og minnt á að hún hafi verið hluti af verkefni sem fjármagnað var með láni frá Alþjóðabankanum. 

219006 bHaustið 1965 er Hannes Kjartansson orðinn fastafulltrúi og honum til fulltingis á allsherjarþinginu voru, honum á  vinstri hönd Kristján Albertsson og Steindór Steindórsson og í aftari röð Niels P.Sigurðsson, Gunnar Gíslason og Halla Bergs.

ornÖrn Erlingsson kenndi Kóreubúum fiskveiðar á vegum UNDP, Þróunarstofnunar SÞ og FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar og er myndin tekin 1971.

KroyerHaraldur Kröyer, heldur blaðamannfund í höfuðstöðvum SÞ 1973 og með honum eru Gunnar G. Schram og Ívar
Guðmundsson. Kannski hefur landhelgismálið borið á góma? 

IngiSvo mikið er víst að það var efni blaðamannafundar Ingva S. Ingvasonar um „brot Breta á fullveldi Íslands“ í desember 1975. 

Bgro1989 er Benedikt Gröndal, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra orðinn fastafulltrúi og hann afhenti Perez De Cuellar, trúnaðarbréf.

Eidur1992 kom það í hlut Eiðs Guðnasonar að undirrita Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. 

JBHSama ár var kátt á hjalla þegar Jón Baldvin Hannibalsson sótti allsherjarþingið sem utanríkisráðherra og honum til fulltingis í fundarsalnum voru Hans G. Andersen, Helgi Gíslason, Ástríður Andersen, Bryndís Schram og Helga Jónsdóttir.

viggaVigdís Finnbogadóttir forseti Íslands ávarpaði Kvennaþing Sameinuðu þjóðanna í Beijing árið 1995

kofi1Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti Ísland 1997.

banorg2013 kom svo arftaki hans Ban Ki-moon í opinbera heimsókn til Íslands.