Hiti hækkað tvöfalt meira í Evrópu en að meðallagi í heiminum

0
390
Skýrsla WMO um loftslagsmál.
Skýrsla WMO um loftslagsmál.

COP27. Loftslagsbreytingar. Hitastig í Evrópu hefur hækkað tvisvar sinnum meira á undanförnum þrjátíu árum en sem nemur heimsmeðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hlýnunin hefur ekki verið meiri á neinu öðru meginlandi.

 Búast má við því að eftir því sem hitastig hækku muni óvenjulegur hiti, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga verða sífellt algengari.

 Í Skýrslu um ástand loftslags í Evrópu sem WMO stendur að ásamt loftslagsþjónustu Evrópusambandsins er fjallað um árið 2021. Hiti hefur aukist umtalsvert um alla Evrópu á árabiilinu1991-2021 period eða um 0.5 °C á áratug. Afleiðingarnar eru meðal annars að þykkt jökla í Ölpunum hefur minnkað um 30 metra á árunum 1997 til 2021. Sumarið 2021 varð bráðnun og úrkoma á hæsta tindi landsins.

 Afleiðingar ofsaveðurs og loftslagsviðburða kostuðu hundruð manna lífið í álfunni og hafði bein áhrif á líf hálfrar milljónar manna. Efnahagslegur skaði er talinn nema andvirði 50 milljarða Bandaríkjadala.

Á hinn bóginn eru jákvæðar fréttir í skýrslunni. Þannig hefur mörgum ríkjum í Evrópu tekist að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Losun ESB ríkjanna minnkaði um 31% frá 1990 til 2020 og er stefnt að 55% niðurskurði fyrir 2030.