Að hjóla og bjarga heiminum

0
737

Einfaldasta, skemmtilegasta, áreiðanlegasta og ódýrasta samgöngutækið er án vafa reiðhjólið. Á Alþjóðlega hjólreiðadaginn (the World Bicycle Day) 3.júní heiðrum við reiðhjólið þennan þarfa þjón sem aldrei virðist fara úr tísku.   

 Vinsældir reiðhjólsins eru ekkert að minnka tveimur öldum eftir að það var fundið upp. Guðbrandur Finnbogason var fyrsti maður sem eignaðist reiðhjól á Íslandi og er það varðveitt á Þjóðminjasafninu. Þetta var járnhjól en hjólin úr tréi með járngjörðum. Það var ekki hægt að hjóla upp brekkur því drif komu seinna til sögunnar.

 Gott fyrir heilsuna

Að læra að hjóla er stór áfangi í líf hvers barns. En á fullorðinsárum er hjólið ekki aðeins vinsælt samgöngutæki, heldur frelsisgjafi, íþrótt eða skemmtun.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að ástundun hjólreiða geti dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, ákveðnum krabbameinum, sykursýki og jafnvel dauðsföllum. Þá er ógetið áhrifum á geðheilsu og minnkun stress. Enn bendir WHO að öruggir innviðir fyrir gangandi fólk og hjólreiðafólk hafi áhrif á jöfnuð því fátækara fólk sem hafi ekki efni á einkabílum, treysti á hesta postulana og reiðhjólin sem samgöngutæki.

Á Alþjóða hjólreiðadeginum hvetja Sameinuðu þjóðirnar öll aðildarríki sín til þess að glæða reiðhjólamenningu í samfélaginu til að efla líkamlega- og geðheilsu og vellíðan einstaklinga.

 Hjólreiðar og sjálfbær þróun

Þessi Alþjóðlegi dagur á sér áhugaverða sögu. Pólsk-ameríski prófessorinn Leszek Sibilski hóf árið 2015 rannsóknir á hlutverki reiðhjólsins í þróun.

Rannsóknarverkefnið fæddi af sér hreyfingu í þágu málstaðarins „Sjálfbær hreyfanleiki  fyrir alla/og loks í þessum alþjóðlega degi.

Samgöngur og hreyfanleiki eru þýðingarmikil atriði í þróunaráætlunum í því skyni að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.  Sérstaklega er mikilvægt að koma til móts við þarfir hjólreiðafólk. Fátt er líklegra til árangurs í baráttunni við að koma í veg fyrir að stækkkun borga leiði til aukinnar losunar koltvísýrings. Þá stuðlar slíkt að hreinna lofti og meira umferðaröryggi.

COVID-19 faraldurinn hefur einnig orðið til þess að margar borgir hafa endurmetið samgöngukerfi sín.

Hvernig væri að fagna Alþjóðlega reiðhjóladeginum með góðum hjólatúr?