Hryðjuverkin í Brussel kalla á lausn í Sýrlandi

0
420
11216818 10154035062244313 4528738703929800300 n

11216818 10154035062244313 4528738703929800300 n 

23.mars 2016. Hryðjuverkaárásin I Brussel gerir enn brýnna en ella að stilla til friðar í Sýrlandi segir sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna.

Sáttasemjarinn, Staffan de Mistura,  tók undir fordæmingu stofnunarinnar á hryðjuverkaárásinni þar sem hann reynir að finna lausn á fimm ára gömlu borgarastríði í viðræðum í Genf.

„Við verðum að slökkva loga stríðsins í Sýrlandi. Við þurfum pólitísk umskipti til þess að við og Sýrlendingar getum öll einbeitt okkur að þeirri hættu sem við erum öll stödd í jafnt í Evrópu sem og í heiminum öllum og  í Sýrlandi.”

Örygisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær samhljóða yfirlýsingu þar sem hryðjverkin voru fordæmd og hvatti til samvinnu gegn hryðjuverkavá sem var sögð ein mesta ógnin við frið og öryggi í heiminum í dag.

Mogens Lykketoft, forseti Allsherjarþingsins lýsti andstyggð sinni á hryðjverkunum.

„Síðustu viku höfum við horft upp á illvirki í Tyrklandi, Fílabeinsströndinni og nú í Belgíu. Við hljótum að fordæma þetta eins harkalega og unnt er,” sagði Lykketoft í yfirlýsingu.

Mynd: Philippe Chabot/UNRIC.