Hundruð þúsunda á vergangi í Suður-Líbanon

Beirut höfuðborg Líbanon. Mynd: Sara Calado/ Unsplash
Beirut höfuðborg Líbanon. Mynd: Sara Calado/ Unsplash

Nærri tvö hundruð þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín á svokallaðri „bláu línu” á milli suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísraels frá því átök blossuðu upp á Gasasvæðinu í október á síðasta ári.   

Brýn nauðsyn er á að minnka spennu á landamærunum á milli ríkjanna, segir Imran Riza samræmandi mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum í Líbanon.

„Við ítrekum að nauðsynlegt er að gera meira til að binda enda á átökin og finna diplómatíska og pólitíska lausn. Halda ber áfram að vernda óbreytta borgara og mannúðarstarfsmenn,“ sagði Riza.

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á eftirlitsferð nærri El Odeisse í Suður-Líbanon.
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á eftirlitsferð nærri El Odeisse í Suður-Líbanon. Mynd: UNIFIL/Pasqual Gorriz

Daglegar árásir

Hundrað og fimmtíu þúsund manns til viðbótar búa innan við tíu kílómetra frá þeim svæðum sem friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna (UNIFIL) hefur eftirlit með. Gerðar eru stórskotaliðs- og loftárásir á þessum slóðum nærri daglega.

Hundrað og þrjátíu óbreyttir borgarar, þar af tuttugu og einn sjúkraflutningamaður og að minnsta kosti þrír blaðamenn, hafa dáið. Hezbollah-samtökin hafa ráðist á Ísrael með flugskeytum. Ísrael hefur ráðist á stöðvar Hezbollah í Líbanon og drápu einn leiðtoga samtakanna í Beirút.

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna frá UNIFIL kanna skemmdir af völdum sprengingarinnar í Beirúthöfn. Mynd: UNIFIL/Pasqual Gorriz
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna frá UNIFIL kanna skemmdir af völdum sprengingarinnar í Beirúthöfn. Mynd: UNIFIL/Pasqual Gorriz

Eyðileggingin eftir sprenginguna

Íbúar óttast stigmögnun átaka á sama tíma og sárin eftir sprenginguna miklu í Beirút-höfn eru ekki gróin. Hundruð tonna af ammoníumnítrati sprungu á lager í höfninni 4.ágúst 2020, eða fyrir fjórum árum. Mikil eyðilegging varð í stórum hluta Beirút, 218 létust og rúmlega sex þúsund særðust. Eyðileggingin er metin á milljarða Bandaríkjadala.

Á annan tug pólitískra leiðtoga og yfirmanna í öryggismálum og í höfninni hafa verið ákærðir en enginn hlotið dóm fyrir að bera ábyrgð.

Jarðsprengjuleit á vegum Sameinuðu þjóðanna við Bláu línuna nærrri Rmeist í suðurhluta  Líbanon.UN deminers pause check the ground in an area along the Blue Line in the vicinity of Rmeish, south Lebanon. (safn )  Mynd: UNIFIL/Pasqual Gorriz
Jarðsprengjuleit á vegum Sameinuðu þjóðanna við Bláu línuna nærrri Rmeist í suðurhluta  Líbanon.UN deminers pause check the ground in an area along the Blue Line in the vicinity of Rmeish, south Lebanon. (safn )  Mynd: UNIFIL/Pasqual Gorriz

Erfið staða

Riza minti á að Líbanon hafi verið á niðurleið fyrir stríðið á Gasa, og glímt við þráláta pólitíska, fjárhags-, efnahags- og félagslega kreppu.

„Nú árið 2024 þarfnast 3.7 milljónir manna á aðstoð að halda. Líbanir en einnig sýrlenskir og palestínskir flóttamenn og annað farandfólk.Átök hafa enn grafið undan möguleikum ríkisins á að takst á við áskoranir á sviði stjórnmála-, efnahags- og öryggismála,” sagði hann.

Fjárþörf

Embættismaðurinn lagði einnig áherslu á að þrátt fyrir fjárskort hefðu Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra náð að koma einni milljón manna til hjálpar það sem af er árinu. Þar á meðal eru 180 þúsund manns sem líða fyrir átökin í Suður-Líbanon.

Hins vegar hefur aðeins tekist að afla um fjórðung þess fjár sem þarf til að veita þá hjálp sem nauðsynleg er.