Hvað eiga kolla af bjór og farfuglar sameiginlegt?

0
62
Farfuglar
Kría í árásarham Mynd: AWeith - CC BY-SA 4.0

Svar: ekki mikið, en þó… Snemma á sjötta áratug síðustu aldar lenti forstjóri Guinness bjórverksmiðjunnar í rifrildi við félaga sinn á skytteríi á Írlandi. Hver var hraðfleygastur veiðifugla: heiðlóa eða lyngrjúpa? Þeir þeir fundu ekkert svar í uppflettibókum.

Alþjóðlegur dagur farfugla
Alþjóðlegur dagur farfugla. Mynd: Fred Moon/Unsplash

Forstjóranum datt þá í hug að gera bragarbót, enda ljóst að þetta væri dæmigert ágreiningsefni þegar menn fengju sér kollu af bjór – jafnvel í svokölluðu pöbb kvissi. Árangurinn varð Heimsmetabók Guinness. Þetta er rifjað upp í tilefni af því að 14.maí er Alþjóðlegur dagur farfu

Lóan litla sem slapp, þökk sé hraða sínum, undan skotum bjórbruggarans og félaga hans, hefur hugsanlega verið á leið til varpstöðva sinna á Íslandi.  Munurinn á Íslandi og Írlandi er einn stafur en fyrir lóuna er ólíku saman að jafna. Sleppi lóan frá skothríð veiðimanna er Ísland sannkallað griðland hennar því þar er hún friðuð.

Farfuglar
Vorboðinn ljúfi.Mynd: Andrej ChudýCC BY-SA 4.0

Það er kannski ekki skáldlegt að líkja lóu við heilagar kýr, en sá samanburður er freistandi. Lóan hefur sannkallaða sérstöðu í rómantískum íslenskum bókmenntum sem tákn vors og vonar og því eru veiðar bannaðar. Fátt bendir þó til að hún sé í útrýmingarhættu. Varla munu þó margir mótmæla því að óviðeigandi sé að bjóða vorboðann ljúfa velkominn með því að murka úr honum líftóruna og fleygja honum á grillið.

Hún er hins vegar töluvert veidd á bresku eyjunum og í Frakklandi en þar hefur henni snarfækkað. Á hverju sumri heldur lóan til norðurs á varpslóðir og fuglaskoðunarmenn keppast um að vera fyrstir til að sjá hana á vorin og helst tilkynna fjölmiðlum.

Að þessu sinni kom lóan að kveða burt snjóinn 19.mars. Rúmum mánuði síðar eða 21.apríl sást til annars heimsmeistarefnis í farfuglaflokki, kríunnar. Henni er auðfyrirgefið að koma síðar því hún hefur farið um mun lengri veg. Kríur halda sig yfir vetrartímann á norðurhveli hjá andfætlingum okkar frá Suðurskautslandinu til Ástralíu. Þær fljúga oft og tíðum 70 þúsund kílómetra og eru langfleygastir farfugla.

Farfuglar
Svanir að vetrarlagi. Mynd:
Jolovema/ Creative Commons. Attribution-Share Alike 4.0

Ástæðulaust er að gleyma svaninum. Hann er friðaður eins og lóan af tilfinningalegum ástæðum, þó þær séu fremur fagurfræðilegar en bókmenntalegar en vissulega eru álftastofninn ekki stór. Hættur stafa að álftum eins og kom á daginn þegar fréttir frá Pemborkeskíri á Englandi barústum að 29 ár gamall svanur sem var merktur fyrir löngu í heimahögum á Íslandi, hefði látist við að fljúga á rafmagnslínu.

Hættur af völdum mannsins

Margar slíkar hættur af mannavöldum steðja að farfuglum á þúsund kílómetra flugi þeirra hingað í leit að kjöraðstæðum fyrir varp og uppeldi unga. Þar má nefna stöðuga mannfjölgun, útþensla þéttbýlis, sundrun og niðurbrot þeirra búsvæða sem fuglarnir þrífast á. Á meðal þekktra fuglategunda sem eiga í vök að verjast í heiminum eru ernir, storkar og trönur.

Nú þegar við höldum Alþjóðlegan dag farfugla 14.maí er þó gott að hafa í huga að það er enn ýmislegt sem við getum gert.

Ljósmengun

Ljósmengun í Malasíu.
Ljósmengun í Malasíu. Mynd: Yong Chuan Tan/Unsplash

Þema fargugladagsins 2022 er ljósmengun.

Ónáttúrulegt ljós eykst um 2% í heiminum árlega og hefur vond áhrif á margar fuglategundir. Ljósin rugla farfuglana í ríminu á næturflugi og veldur því að þeir fljúga hús. Þá raskar þetta meðfæddu tímaskyni og grefur undan hæfni þeirra til að fljúga langar vegalengdir.

Það eru til lausnir, þar á meðal að drag úr ónauðsynlegri lýsingu í borgum til þess að greiða fyrir því að fuglar rati inn á hefðbundnar flugleiðir. Þá er ákjósanlegt að grafa rafmagnslínur í jörð eða að að klæða þær til að koma í veg fyrir að fuglarnir skaðist eða verði fyrir raflosti.

Slökkvum ljós á heimilinu

En það er líka hægt að grípa til aðgerða á heimilinu.

Slökkvum ljósin!

Slökkvum ljósin þegar þau koma ekki að gagni.

Og að sjálfsögðu ber ekki að veiða tegudnir sem eru í útrýmingarhættu, hvorki farfugla né aðra!

Neytendur geta haft áhrif með því að forðast kjöt af farfuglum og vörur sem unnar eru úr fjöðrum þeirra. Endurnýta ber plast sem annars lendir allt of oft í hafinu. Einnig er jákvætt að tína rusl á ströninni og við vötn.

Þessi grein er að vísu ekki birt í tilefni alþjóðadags pöbb kviss en hér kemur samt snúin spurning í lokin: hvaða alþjóðadagur er haldinn tvisvar á ári á vettvangi Samenuðu þjóðanna?

Svar: Alþjóðlegur dagur farfugla er haldinn annan laugardag í maí – 14.þessa mánaðar í ár- og annan laugardag í október sem er að þessu sinni 8.dag mánaðarins.

Sjá nánar hér.