Hvað er apabóla?

0
540
Apabóluveira.
Apabóluveira. Maurizio de Angelis/UN News/ Science photo library

Apabóla hefur gert vart við sig í Evrópu, þar á meðal á Íslandi að undanförnu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur þó ekki að hún sé ógn við lýðheilsu á heimsvísu. Engu að síður sé snarpra aðgerða þörf til að hindra frekari útbreiðslu hennar. 

En hvað er apabóla, hver eru einkenni hennar og hvernig smitast hún?

Apabóluveira veldur þessum sjúkdóm. Einkennin eru svipuð og við bólusóttarasmiti, en er þó ekki eins hættuleg. Þau eru útbrot og blöðrur, hiti, höfuðverkur, magnleysi og verkir í vöðvum.

Apabólu má rekja til villtra dýra á borð við nagdýr og apa og hafa smitað menn og síðan á milli manna. Það gerist við nána snertingu við sár eða líkamsvessa sýkts einstaklings til dæmis við kynmök. Þá getur snerting við efni td.föt sem sjúklingur hefur klæðst valdið smiti.

Læknast oftast sjálfkrafa

Sjúklingar ná sér oftast sjálfkrafa á 14 til 21 degi. Sjúkdómurinn er oftast góðkynja, en sýking getur þó valdið verkjum og kláða.

Margar tilraunir hafa sýnt fram á að bólusetning við bólusótt virkar í 85% tilfella við apabólu. Með öðrum orðum þá hefur slík bólusetning að minnsta í för með sér minni veikindi ef smit á sér stað.

Á hinn bóginn hefur ekki verið bólusett við bólusótt frá því sjúkdómurinn var upprættur 1980.

 Veiran í Evrópu

Apabóla
Kort sem sýnir útbreiðslu apabólu til 22.júní 2022. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin.

Sjúkdómurinn hefur aðallega verið landlægur í mið og vesturhluta Afríku. Oftast nærri regnskógum, en hefur þó skotið í sívaxandi mæli upp kollinum í þéttbýli.

Apabóla er nú talinn alþjóðlega mikilvægur sjúkdómur í lýðheilsu, þar sem hann einskorðast ekki lengur við Afríku.

Barist gegn smánun

UNAIDS, Alnæmisstofnun Sameinuðöu þjóðanna hefur fordæmt þá smánun sem orðið hefur vart gagnvart samkynhneigðum og fólki af afrískum uppruna í tengslum við sjúkdóminn.