Hvaða flóttamannavandi?

0
477
Crisis Zaatari refugee camp in Jordan Photo Foreign Commonwealth Office files1

Crisis Zaatari refugee camp in Jordan Photo Foreign Commonwealth Office files1

Mars 2016. Fjölmiðlar og margir stjórnmálamenn hamra á því að Evrópa standi andspænis djúpstæðri flóttamannakreppu. Sumir fræðimenn eru hins vegar á öðru máli.

Um mitt ár 2015 voru 3.5 milljónir flóttamanna, hælisleitenda og fólks í slíkum sporum í álfunni. Þetta var 54% fjölgun á fimm árum. Stærsti hluti þessa fólks kom frá Sýrlandi.

Af þessum fjölda voru 256,296 einstaklingar á Norðurlöndunum fimm í júlí 2014, 65 % þeirra í Svíþjóð.

En þótt talað sé – réttilega- um stærstu flóttamannabylgju í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, þá er staðreyndin samt sú að fjöldi flóttamanna í Evrópu er tiltölulega lítill miðað við mörg önnur ríki.

refugeesLangstærstur hluti flóttamanna í heiminum er í ríkjum sem hafa í raun alls enga burði til að taka við þeim og jafnvel ríkjum þaðan sem fólk hefur áður flúið.

Ef liltið er á vanda Evrópu með augum Jórdana og Líbana, svo dæmi sé tekið, blasir önnur mynd við en sú sem fjallað er um í fjölmiðlum. Jórdanía og Líbanon bera þyngstu byrðarnar vegna ástandsins í Sýrlandi og hvorki Evrópa né Norðurlönd komast í hálfkvisti við þau.

Líbanir sem eru um fimm milljónir og níu hundruð þúsund hafa tekið við 1.2 milljónum flóttamanna. Ef Norðurlönd ættu að tak við hlutfallslega jafnmörgum flóttamönnum, ættu Svíar að taka við 2 milljónum, Danir 1.2 milljónum, Finnar 1.1 milljón, Norðmenn milljón og Íslendingar 70 þúsund. Fimmti hver maður væri flóttamaður.

Jórdanía hýsir sjö hundruð þúsund flóttamennsem sem er álíka og 2.6 milljón flóttamanna væri á Norðurlöndum eða helmingur allra Norðmanna.

„Evrópa hefur ætíð talað máli mannréttindi jafnt innan álfunnar sem annars staðar. Það hefur hins vegar reynt á mannréttindin í glímunni við að stjórna landamærunum. Það er skelfilegt að horfa upp á að það sé orðið daglegt brauð að skerða réttindi hælisleitenda og farandfólks í Evrópu,“ segir François Crépeau, erindreki Sameinaðu þjóðanna í málefnum mannréttinda farandfólks.refugees Iraq

Líbanon og Jórdanía hafa átt á brattann að sækja en staðist álagið. Bent hefur verið á að innstreymi flóttamanna hefur orðið til þess að lækka laun í Líbanon, hækka húsaleigu og atvinnuleysi sem hefur aukist úr 14.5% í 22.1% á þeim svæðum þar sem sýrlenskir flóttamenn eru fjölmennastir.

Aðalheimild: http://foreignpolicy.com/2016/02/02/the-weakest-links-syria-refugees-migrants-crisis-data-visualization/?utm_content=bufferd417d&utm_medium=social&utm_source=twitter.com&utm_campaign=buffer