Hvatt til að kona verði næsti aðalframkvæmdastjóri

0
18
Mogens Lykketoft forseti 70.Allsherjarþingsins beitt sér fyrir að frambjóðendur til aðalframkvæmdastóra kynntu stefnumið sín. Frá vinstri: Irina Bokova (Búlgaríu),; Igor Lukšic,(Svartfjallalandi Christiana Figueres (Costa Rica), Danilo Türk, (Slóveníu); Helen Clark, (Nýja Sjálandi).
Mogens Lykketoft forseti 70.Allsherjarþingsins beitt sér fyrir að frambjóðendur til aðalframkvæmdastóra kynntu stefnumið sín. Frá vinstri: Irina Bokova (Búlgaríu),; Igor Lukšic,(Svartfjallalandi Christiana Figueres (Costa Rica), Danilo Türk, (Slóveníu); Helen Clark, (Nýja Sjálandi). Mynd: UN Photo/Evan Schneider

Engin kona hefur gegnt starfi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á þeim 79 árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna. Aðeins fjórar konur hafa verið kjörnar til forsætis Allsherjarþingsins. 24.júní er Alþjóðlegur dagur kvenkyns diplómata.

Hins vegar, er að minnsta kosti óbeint hvatt til að breyting verðir hér á í uppkasti að Sáttmála framtíðarinnar, sem samþykkja á á Leiðtogafundi um framtíðina í september.

„Taka ber með í reikninginn þegar næst þegar aðalframkvæmdastjóri verður valinn og framvegis við val og ráðningarferli að engin kona hefur gegn starfinu,“ segir í 38.lið uppkastsins.

María Fernanda Espinosa Garcés forseti 73.Allsherjarþingins, ein fjögurra kvenna sem gegnt hefur því embætti. António Guterres er níundi kalrmaðurinn í stöðu aðalfarmkvæmdastjóra.
María Fernanda Espinosa Garcés forseti 73.Allsherjarþingins, ein fjögurra kvenna sem gegnt hefur því embætti. António Guterres er níundi kalrmaðurinn í stöðu aðalfarmkvæmdastjóra.

Níu karlmenn í röð

GWL Voices, samtök fyrrverandi háttsettra kvenkyn diplómata á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og viðar, hafa barist fyrir að fleiri konur veljist til helstu trúnaðarstarfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Þær beina sjónum að aðalframkvæmdastjórastöðunni, sem níu karlmenn hafa gegnt hver á fætur öðrum frá 1945.

Flavia Bustreo fyrrverandi aðstoðarforstjóri WHO
Flavia Bustreo fyrrverandi aðstoðarforstjóri WHO

„GWL Voices hafa staðið fyrir herferðinni Madam Secretary General (frú Aðalframkvæmdastjóri) í þágu jafnréttis kynjanna á þessu sviði. Við teljum að það sé löngu kominn tími til að rjúfa þessa hefð,” segir Flavia Bustreo fyrrverandi aðstoðarforstjóri WHO og félagi í GWL Voices í viðtali við vefsíðu UNRIC.

Á meðal annara nafnkunnra félaga GWL Voices má nefna tvo fyrrverandi frambjóðenda til aðalframkvæmdastjórastarfsins; Helen Clark fyrrverandi forstjóra UNDP og Irina Bokova fyrrverandi forstjóra UNESCO, Tarja Halonen fyrrverandi Finnlandsforseta og María Fernanda Espinosa, fyrrverandi forseta Allsherjarþingsins.

Christina Markus Lassen, fastafulltrúi Dana á fundi Öryggisráðsins.
Christina Markus Lassen, fastafulltrúi Dana á fundi Öryggisráðsins. Mynd:. UN Photo/Loey Felipe

GWL Voices benda á að aðeins 27% allra fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum séu konur.

„Fjörutíu og sjö karlmenn hafa verið kjörnir forsetar Allsherjarþingsins og aðeins fjórar konur. Og af tuttugu og einum varaforsetum Allsherjarþingsins, eru aðeins 14% í höndum ríkja sem hafa konu að fastafulltrúa.“

Leiðtogafundur um framtíðina

Leiðtogafundur framtíðarinnar

Flavia Bustreo segir að Leiðtogafundurinn um framtíðina sé tækifæri til að beina athyglinni að þessum málefnum. “

„Við getum ekki skjögrað svona áfram og haldið áfram að hafa svo fáar konur í forystuhlutverkum í milliríkjakerfinu og í störfum diplómata almennt,“ segir Bustreo.

„Okkur ber að senda skilaboð til komandi kynslóða að þetta sé ósanngjarnt og að við verðum að sjá til þess að þetta batni. Kynslóðir framtíðarinnar eiga skilið að njóta jafnréttis kynjanna og jafns aðgangs að tækifærum á öllum sviðum, þar á meðal í milliríkjasamtökum.“

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð og Amina J. Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Amina J. Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð. Mynd: UN Photo/Mark Garten

„Okkur ber öllum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að konur séu við borðið, raddir okkar heyrist og framlag okkar kvenna sé metið að verðleikum,“ segir Amina Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í tilefni af Alþjóðlega degi kvenkyns diplómata.

Sjá nánar hér og hér.