Hvernig við getum unnið í þágu náttúrunnar

0
580
Alþjóða umhverfisdagurinn
Ein milljón dýra- og jurtategunda eru í útrýmingarhættu

5.júní er Alþjóða umhverfisdagurinn og er þema dagins „Tími fyrir náttúruna“ . Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að við stöndum öll saman um að hindra minnkandi fjölbreytni lífríkisins.

Hér að neðan er listi yfir það sem hver og einn getur gert til að hlúa að náttúrunni. Við getum aðeins breytt því sem þarf að breyta með þvi að taka höndum saman.

Alþjóða umhverfisdagurinn
Friðargæsliði hjá UNAMID frá Nepal gróður setur trté. Mynd Albert Gonzalez Farran – UNAMID

Sjá nánar hér um Alþjóða umhverfisdaginn.

  • Breyttu mataræði þínu með það fyrir augum að það sé umhverfisvænna sérstaklega þegar eggjahvítuefni er annars vegar.
  • Ferðist minna. Dragði úr ferðalögum jafnvel þegar rykið settst eftir kórónaveiru-faraldurinn.
  • Skiljið eftir græn svæði í garðinum til þess að frjóberar og skordýr geti þrifist í jarðveginum.
  • Látið borgaryfirvöld og ríkisstjórnir heyra hve mikilvægt það er að standa við markmið í umhverfismálum.
  • Forðist að kaupa einnota plastvörur. Úrgangsplast endar um síðir í náttúrunni. Dýr leggja sér það til munns í misgripum fyrir fæðu jafnt á landi sem láði. Þetta veldur ýmist alvarlegum sárum eða dauða.
  • Gróðursetjið staðbundin blóm á svölum eða í görðum eða jafnvel í almenningsrými.
  • Dragið úr notkun efna á heimilum sem hafa skaðvænleg áhrif á jarðveg og grunnvatn. Reynið þess í stað að nota náttúrulega efni svo sem edik og gamaldags sápu og vatn.
  • Komið upp safnhaug í garðinum og reynið að rækta sjálf.
  • Reynið eftir megni að kaupa vörur sem framleiddar eru í heimahéraði.

Notið  #ForNature á samfélagsmiðlum og segið frá því hvað þú og þið gerið í þágu náttúrinnar og hvers vegna það er kominn Tími fyrir náttúruna.