Í fyrsta sinn meir en hundrað þúsund friðargæsluliðar árið 2006

0
463

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að meir en hundrað friðargæsluliðar SÞ hafi látist í þágu friðar árið 2006

Ban Ki-moon lauk lofsorði á “fagmennsku, hollustu og hugrekki” friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi friðargæsluliða 29. maí. Hann sagði að á þessum degi minntist Sameinuðu þjóðafjölskyldan félaga sem fórnað hefðu lífi sínu í þágu friðar á síðasta ári. Hann benti á að árið 2006 – fjórða árið í röð – hefðu meir en hundrað fallið við störf í friðargæslu. “Þetta minnir á þá áhættu sem félagar okkar í friðargæslunni taka í þágu alþjóðasamfélagsins við að vinna að friði, öryggi og færa hundruð milljóna manna von.”

Sameinuðu þjóðirnar starfrækja nú 18 friðargæslusveitir í fjórum heimsálfum og hafa nú í fyrsta skipti meir en hundrað þúsund manna liði á að skipa frá 115 ríkjum.   “Báðar þessar tölur slá fyrri met. Þetta segir okkur að það er mikið traust og bundnar miklar vonir við friðargæslu Sameinuðu þjóðanna.”

 Ban lagði áherslu á að það væri venjulegt fólk oft á meðal þess sem um sárast ætti að binda í heiminum sem nyti mests hags af “ósýnilegum árangri”. “Friðargæsluliðar tryggja að flóttamenn og uppflosnað fólk komist heim, að fyrrverandi vígamenn séu afvopnaðir og aðlagaðir samfélaginu á ný,  ; að born snúi heim frá vígvellinum og sæki skóla á ný; að fólk nýti kosningarétt sinn í lýðræðislegum kosningum, að mannréttindi einstaklinga séu virt en ekki fótum troðin, og að engi og skógar séu hreinsuð af jarðsprengjum svo þau verði uppspretta lífs en ekki dauða,” sagði Ban í ávarpi sínu. 

 Hann lauk ávarpi sínu með þessum orðum: “Ég votta á þessum alþjóðlega degi friðargæsluliða öllum þeim körlum og konum sem starfa í verkefnum okkar, virðingu mina. Sameinuðu þjóðirnar eru stoltar af starfi ykkar á hverjum degi.”