Í þágu réttlátari hnattvæðingar

0
444

Ban

19. febrúar 2013. Sameinuðu þjóðirnar helga 20. febrúar ár hvert Félagslegu réttlæti. Á þessum degi beinir alþjóða samfélagið kastljósinu að félagslegu réttæti og eflingu réttinda og jafnréttis allra jarðarbúa. .

Alþjóðadag félagslegs réttlætis má rekja til samþykktar Allsherjarþingsins árið 2007 en þá voru aðildarríkin hvött til þess að helga þennan dag baráttu í þágu málefna á borð uppprætingu fátæktar, útilokunar og atvinnuleysis í samræmi við markmið Leiðtogafundarins um félagslega þróun.

Félagslegt réttlæti liggur til grundvallar friðsamlegri sambúð innan og á milli ríkja. Nátengd sjónarmiðum um félagslegt réttlæti eru jafnrétti kyjanna og réttindi frumbyggja og farandfólks. Félagslegt réttlæti er hægt að tryggja þegar hömlur hafa verið fjarlægðar sökum kyns, aldurs, kynþáttar, trúar, menningar eða fötlunar.

Í stuttu máli snýst félagslegt réttlæti um að fólk njóti jafnréttis.

“Nú þegar við minnumst Alþjóðadags félagslegs réttlætis, gerum við okkur ljóst að allt of víða aukast möguleikar hinna fáu á sama tíma og möguleikar fjöldans skerðast,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu í tilefni dagsins. “Aukinn ójöfnuður grefur undan framþróun alþjóðasamfélagsins í að lyfta milljónum upp úr fátækt og að byggja upp réttlátari heim.”