Íran varað við frekari „manndrápum“

0
283
Íranskir útlagar í Kanada mótmæla.
Íranskir útlagar í Kanada mótmæla. Mynd: Albert Stoynov/Unsplash.

Mannréttindi. Íran. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur enn á ný fordæmt ríkissjórn Írans sem hann sakar um „manndráp af hálfu ríkisins.“

 Mannréttindastjórinn, Volker Türk, segir að málaferlum og dauðarefsingu sé beitt til að kveða niður mótmæli í landinu. Fjórir hafa verið teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælum í kjölfar dauða Mahsa Amini í haldi lögrelgu í september.

Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mynd: UN Photo/Manuel Elías

„Málaferlum er beitt sem vopni til að refsa fólki fyrir að nýta sér grundvallarréttindi á borð við þau að skipuleggja mótmæli. Slíkt felur í sér að ríkið beiti sér fyrir manndrápum,“ segir Türk said. „Ríkisstjórn Írans myndi þjón sínum eigin hagsmunum og þjóðar sinnar betur með því að hlýða á umkvörtunarefni mótmælenda.“

Hvatt til umbóta

Mannréttindastjórinn hvatti írönsk yfirvöld í gær í yfirlýsingu sinni til að hrinda í framkvæmd réttarfarslegum og pólitískum umbótum „til að tryggja virðingu fyrir ólíkum skoðunum, tjáningarfrelsi og fullri virðingu fyrir og vernd kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins.“

Mótmæli gegn ofríki stjórnvalda í Íran
Mótmæli gegn ofríki stjórnvalda í Íran. Mynd: Albert Stoynov/Unsplash

Talsmaður mannréttindastjórans í Genf sagði að mótmælendur sem teknir hefðu verið af lífi hefðu verið dæmdir í flýti. Þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð í samræmi við alþjóðlegar mannréttinda-skuldbindingar Írans.

„Sameinuðu þjóðirnar eru ætíð andsnúnar manndrápum af hálfu ríkisins,“ sagði Ravina Shamdasani talskona skrifstofu Mannréttindastjórans (OHCHR).

Hún sagði að þar sem málsmeðferð og réttarhöld hefðu ekki verið sanngjörn eða réttlát, pyntingum og illri meðferð hefði verið beitt væri ekki hægt að tala um aftökur, heldur „manndráp af hálfu ríkis.“

Tveir mótmælendur hafa verið dæmdir til dauða og bíða aftöku að sögn OHCHR.

Teheran.
Teheran. Mynd: © Hosein Charbaghi/Unsplash

Að sögn OHCHR eru mörg dæmi um ósanngjarna málsmeðferð. Þar á meðal má nefna óljósar tilvitnanir til lagabókstafa. Jafnframt hefur ákærðu ekki verið leyft að velja sér verjanda og ekki verið leyft að kynna vörn sína. Játningar hafa verið þvingaðar fram með pyntingum og illri meðferð. Þá hefur grundvallarsjónarmkið um sakleysi uns sekt er sönnuð, ekki verið virt og ákærðu synjað um leyfi til áfrýjunar.

 Í yfirlýsingu sinni benti Türk mannréttindastjóri á að dæmt hefði verið til dauða fyrir „ “moharebeh” (að heyja stríð gegn Guði) og „efsad-e fel arz”, jarðneskri spillingu.

Slíkar ákærur fullnægi ekki skilyrðum, samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum, fyrir löglegum aftökum.