Ísland styður vopnahlé um allan heim

0
735
COVID-19 Alheims vopnahlé
Langflestir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vina að heiman og gangar höfuðstöðvanna eru að mestu auðir. UN Photo/Mark Garten.

Ísland hefur tekið undir yfirlýsingu 53 ríkja sem styðja ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, um tafarlaust vopnahlé á heimsvísu. Hvatt er til þess að þjóðir heims beini spjótum sínum gegn heimsfaraldri kórónaveiru.

Öll Norðurlöndin eru í hópi ríkjanna fimmtíu og þriggja. Frakkland er eina ríki sem á aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem styður ákallið. Flest Evrópusambands-ríkin taka undir það, þar á meðal Þjóðverjar, en ekki Bretar.

Staða kvenna og barna

Ríkin lýsa sérstaklega yfir áhyggjum af stöðu kvenna og barna, auk þess sem áhersla er lögð á jaðarsetta hópa, fátækari ríki og flóttafólk. Einnig er lýst yfir stuðningi við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og annarra stofnana SÞ til að tryggja vernd borgara í ríkjum þar sem átök geisa. Að lokum er þökkum komið á framfæri til mannúðar- og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu heimsfaraldursins.

Sjá nánar hér.