Bensín og kol kvödd í Danmörku

0
491

Solar panels at Copenhagen tivoli. Flickr David Gilford 2.0 Generic CC BY-SA 2.0

Desember 2014. Danir stefna að því að verða fyrsta þjóð heims sem verði óháð jarðefnaeldsneyti eigi síðar en 2050. Jafnframt er stefnt að því að Danmörk hætti að nota kol fyrir 2025.

Líta ber á viðleitni Dana í samhengi við nýjustu skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), en þar er komist að þeirri niðurstöðu að grípa þurfi til róttækra ráðstafana ef koma á í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meir en tvær gráður á Selsíus.

Ban IPCC„Vísindamenn hafa enn ítrekað niðurstöður sínar og hafa aldrei kveðið skýrar að orði en í þessari nýjustu skýrslu,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann tók þátt í að kynna skýrsluna á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í nóvember síðastliðnum. Tíminn er okkur ekki hliðhollur…leiðtogar verða að grípa til aðgerða.”

En þótt Danir grípi til aðgerða af góðum hug, skiptir einnig máli að það er Dönum í hag að snúa sér að endurnýjanlegum orkugjöfum til að tryggja framboð á orku.  Danmörk hefur verið háð innflutningi á olíu um áratuga skeið og varð landið illa úti í olíukreppunni á áttunda áratugnum. Á þeim tíma var ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana í orkjumálum. Frá því í byrjun níunda áratugarins hefur Danmörk verið í fararbroddi í heiminum í þróun sjálfbærra lausna og tækni í orkumálum. Á sama tíma hefur danska hagkerfið vaxið um næstum því 80% án þess að auka heildar orkunotkun. Danmörk er got dæmi um hvernig hagvöxtur og grænt hagkerfi geta haldist í hendur.

Á meðal sjálfbærra lausna má nefna þróun vind- og sólarorku, orkusparneytnari byggingar og orkusnauð lýsing, auk grænnar loftslagsaðlögunar við vernd strandlengjunnar og stýring regnvatns. Sem stendur kemur 40% af orkunotkun Dana frá endurnýjanlegum orkugjöfum en stefnt er að hlutfallið verði 50% árið 2020. 

flickr - Shanks - CC BY-NC-ND 2.0Böggull fylgir þó skammrifi því aukin notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum gæti haft í för með sér rafmangsleysi annað veifið á komandi árum.Síðastliðið sumar voru Danir ekki sjálfum sér nógir og urðu að flytja inn rafmagn í stórum stíl frá nágrannalöndunum Svíþjóð og Noregi, en þau framleiða rafmagn annars vegar úr kjarnorku og hins vegar með vatnsfallsvirkjunum. Útlit er hins vegar fyrir að Svíar dragi úr notkun kjarnorku og eftirspurn eftir norskri orku er mikið, og áætlanir um að flytja rafmagn til Bretlands um sæstreng.

Við höfum þungar áhyggjur af þessu, hættan á orkuskorti í framtíðinni verður sífellt áþreifanlegri,” segir Anders Stouge, varforstjóri dönsku orkusamtakanna.
Annað vandamál eru verðseiflur á vind- og sólarorku, sem geta grafið undan rekstrargrundvelli orkuvera sem nýta gas og kol. Þess konar hefðbundinna orkuvera er þörf á meðan breytingar standa fyrir og jarðefni eru leyst af hólmi, sérstaklega þegar sólarlaust er og vind lægir.

Vandamálið er, ef vanda skal kalla, að vind- og sólarorka kostar ekkert þegar búið er að koma upp búnaði. Það er ábatasamt þegar fram í sækir, en eftir því sem fleiri orkuver af því tagi hasla sér völl á rafveitunetinu, getur orðið verðhrun á þeim tíma sem áður var ábatasamastur,” að sögn Justin Gills í nýlegri grein í New York Times.

Danir eru ekki einir um að fitja upp á grænum lausnum og sækja í endurnýjanlega orkjugjafa. Öll Norðurlöndin eru á top tuttugu lista Global Green Economy, þótt Íslendingar í nítjánda sæti rétt sleppi inn á listann. Danir eru í öðru Hellesæti, Svíar því þriðja, Norðmenn í fjórða og Finnar í níunda. 

Heimurinn lítur í átt til Norðurlandanna í leit að grænum lausnum. Við erum frumherjar í þessum heimshluta í loftslags- og umhverfismálum og til þess að eflast á þessu sviði ber okkur að vinna saman“, sagði  sagði Helle-Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í nóvember. 

Áhugaverðir tenglar:

The Danish Energy strategy 2050
State of Green – On Denmark’s renewable transition
GGEI Report 2014 

 Myndir af Ban Ki-moon á blaðamannafundi og honum og Helle Thorning-Schmidt: SÞ-mynd: Amanda Voisard