Jemen: Dauðadómur að minnka neyðarastoð

0
799

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir vonbrigðum með árangur fjáröflunarráðstefnu í þágu Jemen sem fram fór í gær. Minna fé safnaðist að þessu sinni en á sams konar ráðstefnu fyrir ári og milljarði Bandaríkjadala minna en 2019.

Þetta eru vonbrigði í ljósi þess að milljónir Jemenbúa þurftu á meiri aðstoð að forðast hungursneyð. Ísland tilkynnti um 285 milljóna framlag til Jemen á ráðstefnunni.

Jemen
Abdullah 7 ára. Flúði heimili sitt vegna átakanna í Jemen. ©UNOCHA/Giles Clarke

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök töldu að fjárþörfin væri 3.85 milljarðar dala, en samanlagðar skuldbindingar þátttakenda námu aðeins 1.7 milljarði.

„Að skera niður aðstoð nú felur í sér dauðadóm,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir að ráðstefnuninni lauk. „Það besta sem ég get sagt um daginn í dag að líta á þetta sem innborgun.“

Skelfilegasta hungursneyði í áratugi

Um leið og hann þakkaði þeim sem létu fé af hendi rakna, hvatti hann aðra til að hugsa sig um að nýju hvort þeir séu ekki aflögufærir “til þess að hjálpa tl við að forða verstu hungursneyð sem við höfum séð svo áratugum skiptir.”

Jemen„Eina leiðin til friðar er hins vegar tafarlaust vopnahlé um allt land í Jemen….og friðarviðræður undir stjórn heimamanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Guterres.

400 þúsund börn þjást af vannæringu og sum munu aldrei bíða þess bætur.

„Á tíu mínútna fresti deyr barn að óþörfu af völdum sjúkdóma,“ sagði hann. „Og á hverjum degi deyja börn eða eru limlest í átökunum í Jemen.

Þeim sem vilja láta gott af sér leiða í þágu barna í Jemen er bent á UNICEF á Íslandi, sjá hér.