Kaka’ tileinkaði úrslitaleikinn hungruðum börnum

0
480

Brasilíska knattspyrnustjarnan Kaka´tileinkaði þátttöku sína í úrslitaleik Meistarakeppni Evrópu baráttunni gegn hungri barna í heiminum.

Brasilíska knattspyrnustjarnan Kaka´tileinkaði þátttöku sína í úrslitaleik Meistarakeppni Evrópu baráttunni gegn hungri barna í heiminum.
Kaka´sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims nú um stundir, er ekki aðeins sókndjarfur liðsmaður AC Milan liðsins heldur einnig góðgjörða sendiherra Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna (WFP) gegn hungri.
Kaka´átti stóran þátt í að tryggja AC Milan sigur á Liverpool í úrslitaleik meistarakeppninnar því hann fiskaði aukaspyrnuna sem fyrra markið kom úr og skapaði hið síðara með snilldar sendingu. "Við atvinnumenn í knattspyrnu erum forréttindamenn”, sagði Kaka´fyrir leikinn í Aþenu. “Einstaka sinnum gefst okkur tækifæri til að hjálpa öðrum í krafti þess sem við erum og þess sem við gerum. Ég vil nýta mér stöðu mina sem sendiherra WFP til að gera fólk meðvitað um þær áskoranir sem felast í því að fæða hundruð milljóna sveltandi barna í nokkrum af fátækustu, minnst þróuðu svæðum jarðar.” 
"Það eru ótrúleg hlunnindi að hafa besta knattspyrnumann í heimi í okkar liði”, segir forstjóri WFP   Josette Sheeran.
"Kakà  hefur sýnt og sannað að það getur farið saman að gefa sig allann í leik á borð við knattspyrnu og vinna af alefli í þágu mannúðarmála.”