Kastljósi beint að leiðtogafundi um flóttamenn

0
511
AbuZayd main Refugees Lesbos

AbuZayd main Refugees Lesbos

16.september 2016. Norræna fréttabréf UNRIC er komið út á vefnum en þar er kastljósinu beint að fyrsta alheims-leiðtogafundi um málefni flóttamanna og farandfólks.

Við förum í saumana á þeim málum sem verða brotin til mergjar á leiðtogafundinum sem er haldinn í New York mánudaginn 19.september. Við birtum á myndrænan hátt ýmsar staðreyndir sem margar hverjar koma á óvart, beinum sjónum okkar að flóttamönnum og farandfólki sem hafa notið velgengni á Norðurlöndum, ræðum við Karen AbuZayd, einn af aðalskipuleggjendum leiðtogafundarins og loks við Erik Solheim, nýjan yfirmann umhverfismála hjá Sameinuðu þjóðunum og stríð hans gegn skammstöfunum.

Mynd: Flóttamenn á grísku eynni Lesbos. UN Photo/Rick Bajornas.