Kjarnorkuvopn í Miðausturlöndum rædd í Helsinki

0
441

nuclear free

12. október 2012. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekaði stuðning sinn við Ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkuvopnalaus Mið-Austurlönd sem boðuð hefur verið í Helsinki um miðjan desember.

Ban hitti ráðstefnustjórann, Jaako Laajava, aðstoðar-utanríkisráðherra Finnlands  í gær en hann hafði rætt við háttsetta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands, Bretlands, Bandaríkjanna og Arababandalagsins í Kaíró.

“Framkvæmdastjórinn ítrekar stuðning sinn við viðleitni Laajava” segir í yfirlýsingu talsmanns Ban. “Hann leggur áherslu á mikilvægi ráðstefnunnar sem er einstakt tækifæri fyrir öll ríki í þessum heimshluta til að auka sameiginlegt öryggi. Hann hvetur öll ríki til að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að ráðstefnan skili árangri.“

Fimm kjarnorkuvopnalaus svæði eru í heiminum: Suður-Ameríka og Karíbahafið, Suður-Kyrrahaf, Suð-Austur Asía, Mið-Asía og Afríka.

Mynd: Jaako Laajava ásamt Ban Ki-moon. SÞ/Eskender Debebe.