Konur hafa aldrei stýrt 113 ríkjum  

0
23
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerku í gleðigöngu árið 2022. Mynd: Lars Dareberg / norden.org
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerku í gleðigöngu árið 2022. Mynd: Lars Dareberg / norden.org

Alþjóðlegur dagur kvendiplómata. Fleiri kjósendur ganga að kjörborðinu í heiminum á árinu 2024 en nokkru sinni. Hins vegar hafa konur aldrei verið kallaðar til forystu í 113 ríkjum í heiminum. Aðeins 26 ríkjum er stýrt af konu í dag.

UN WOMEN, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér skýrslu sem sýnir að konur bera mjög skarðan hlut frá borði við ákvörðunartöku í heiminum í dag. Skýrslan er gefin út í tilefni af Alþjóðlegum degi kvenkyns diplómata.

Þrátt fyrir töluverðan árangur eru konur víða enn útilokaðar frá valdastöðum, sem karlar nánast einoka. Þannig hafa 113 ríki í heiminum aldrei státað af konu í forystu ríkis eða ríkisstjórnar. Aðeins 26 konur eru í forystu ríkis í heiminum í dag.

1.janúar 2024 voru konur aðeins 23% af ráðherrum. Í 141 ríki voru konur þriðjungur ráðherra eða færri. Í sjö ríkjum var engin kona í ríkisstjórn.

Bergdis Ellertsdóttir afhendir António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Íslands 2018.
Bergdis Ellertsdóttir afhendir António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Íslands 2018.

“Konum ber að vera í forgangi”

Karlar drottna yfir heimi diplómata og utanríkismála. Þar eru fastafulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum engin undantekning. Í maí 2024 voru konur 25% fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, 35% í Genf og 33.5% í Vínarborg.

Sima Bahous forstjóri Un Women.
Sima Bahous forstjóri Un Women.

„Við höfum að leiðarljósi í starfi okkar þá trú að heimurinn sé betri staður fyrir alla heimsbyggðina og plánetuna þegar konur eru í forystusveit,“ segir Sima Bahous forstjóri UN WOMEN.  „Nú þegar svo margar þjóðir ganga að kjörborðinu, sem raun ber vitni, ber okkur öllum að setja konur í forgang, í æðstu stöður, þar sem það skiptir mestu máli. Jöfn þátttaka kvenna í ríkisstjórnum og forystu er lykill að því að bæta líf allra.”

Sjá hér og hér um Alþjóðlegan dag kvendiplómata.