Konur heimsins vinna meira, þéna minna

0
444
Women Construction worker. Flickr Scott Lewis Creative Commons

Women Construction worker. Flickr Scott Lewis Creative Commons

Maí 2015. Jafnvel í nútíma vestrænum ríkjum á borð við Svíþjóð og Frakkland, geta konur búist við að þéna næstum þriðjungi minna en karlar á starfsævinni.

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um að hagkerfi heimsins er ekki konum í hag í nýrri skýrslu Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Women). Í skýrslunni er brugðið upp mynd af því hvernig hagkerfið gæti liltið út með öðrum áherslum þar sem lögð er meiri áhersla á jöfnuð og jafnrétti kynjanna.

Efnahagsvalkosturinn sem boðið er upp á í skýrslunni byggir á mannréttindum. Við mörkun efnahagsstefnunnar er tekið tillit til réttar allra kvenna til góðs starfs, með jöfnum launum og öruggum vinnuaðstæðum, rétti til fullnægjandi elliliífeyris, rétti til heilbrigðisþjónustu, vatns og salernisaðstöðu.

„Öðlist konur efnahagsleg- og félagsleg réttindi, umbreytist efnahagslífið, um leið og það ryður brautina fyrir valdeflingu allra, einnig karla og drengja,“ segir Lakshmi Puri, varaforstjóri UN Women í viðtali við Útvarp Sameinuðu þjóðanna. 

Women Female construction workers Flickr Kevin Schoenmakers CC„Skýrslan einblínir á efnahagslíf í þágu kvenna og gerir það með því að meta störf þeirra að verðleikum og virða til jafns greidda og ógreidda vinnu þeirra,“ segir Puri.

Fyrir 20 árum samþykkti tímamótaráðstefna, Fjórða Alþjóðlega kvennaráðstefnan í Beijing, metnaðarfulla jafnréttisáætlun. Frá því í Beijing hefur orðið mikil framþróun í mörgum samfélögum, sérstaklega hvað varðar lagaleg réttindi kvenna. Auk þess ganga fleiri stúlkur í skóla, fleiri konur eru á vinnumarkaðinum, ná kjöri og eru valdar til forystustarfa. En þrátt fyrir þennan árangur verða milljónir kvenna að gera sér að góðu illa borguð og vond störf, er oft neitað um lágmarks heilsugæslu, eða hafa hvorki aðgang að vatni né viðunandi salerni.

Hvarvetna er langt í land með að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Skýrslan sýnir að á heimsvísu fá konurWomen Two women doing their daily work Photo Scott Wallace World Bank greidd 24% minni laun en karlar. Launamunurinn er enn meiri ef litið er til kvenna með börn. Í Suður-Asíu, til dæmis, er munur á milli kynjanna 35% þegar konur eru með börn. Í Frakklandi og Svíþjoð mega konur eiga von á að þéna 31% minna en karlar á æfinni.

Aðeins helmingur kvenna í heiminum tekur virkan þátt í hinu formlega atvinnulífi, en þrír fjórðu karla. Í sumum þróunarríkjum eru 95% kvennanna í «óformlegum» störfum og njóta engrar verndar. Þar á meðal er óborguð umönnun, sem er oftast á herðum kvenna. Í öllum heimshornum vinna konur meir en karlar; þær vinna næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Ef ólaunuð og launuð vinna er lögð saman, vinna konur í næstum öllum löndum lengur en karlar.

„Konum er refsað á óréttlátan hátt fyrir að hlaupa í skarðið, þegar ríkið býður ekki upp á úrræði,“ segir Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstjóri UN Women. „Við þurfum stefnumörkun sem gerir bæði konum og körlum kleift að sjá um sína nánustu án þess að þurfa að fórna efnahagslegu öryggi og sjálfstæði.“

Women Christina Lagarde Photo Simone D.McCourtie World BankEn jafnvel þegar konur eru sigursælar á vinnumarkaði, mæta þær hindrunum sem þvælast sjaldan fyrir körlum. Í ESB ríkjunum hafa 75% konur í stjórnunarstöðum eða æðri stöðum og 61% kvenna í þjónustugeiranum upplifað óumbeðna kynferðislega ágengni, líkamlega snertingu eða annars konar kynferðislega áreitni á vinnustað.

Hlutur kvenna í forystu efnahagslífsins frá verkalýðshreyfingunni til stjórnarherbergja fyrirtækja, frá fjármálaráðuneytum til alþjóðlegra fjármálastofnana, er of lítill. Fjöldi kvenna í verkalýðshreyfingunni fer vaxandi í sumum ríkjum en þær eru sjaldnast í forystu þeirra. Árið 2014 var hlutur kvenna á bilinu 4 til 20% í stjórnum sex áhrifamestu efnahagsstofnana heims, svo sem Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Í skýrslunni er því haldið fram að varanlegt jafnfrétti náist aðeins með því að auka hlut, raddir og þátttöku Women Woman carrying water. Photo Arne Hoel World Bankkvenna þar sem helstu þjóðhagfræðilegar ákvarðanir eru teknar.

Í skýrslunni eru settar fram tíu ráðleggingar til ríkisstjórna heimsins: 

1. Að skapa fleiri og betri störf fyrir konur.
2. Að draga úr skiptingu í karla og kvenna störf og minnka launamun kynjanna.
3. Að efla tekjutryggingu kvenna á öllum æfiskeiðum.
4. Að viðurkenna, minnka og dreifa jafnar óborguðum umönnunar og heimilisstörfum.
5. Að fjárfesta í auknu aðgengi kvenna að félagslegri þjónustu.
6. Að auka fjárveitingar til að ná varanlegu jafnrétti.
7. Að styðja samtök kvenna til að krefjast réttar og hafa áhrif á stefnumörkun á öllum stigum
8. Að skapa jákvætt umhverfi á alþjóðavettvangi til að hrinda réttindum kvenna í framkvæmd.
9. Að styðjast við mannréttindastaðla til að móta stefnumörkun og hrinda úr vör breytingum.
10. Að taka saman gögn til að meta framfarir efnahagslegra og félagslegra réttinda kvenna.