Baráttan gegn umskurði kvenna: lykilhlutverk heilbrigðisstarfsfólks

0
1254
Kynfæraumskurður

Hamda Cali hugsar oft til systra sinna og frænkna þegar hún þjálfar heilbrigðisstarfsmenn í að takast á við misþyrmingar á kynfærum kvenna.

„Ég á fimmtán ára gamla yngri systur og tværi frænkur 13 og 15 sem eru ósnertar,“ seagir hún. „Þær hafa ekki verið skornar. Ég kom í veg fyrir það.“ Hún er baráttukona, hjúrnarkona og ljósmóðir frá Sómalíulandi í Sómaliu.

6. febrúar er Alþjóðadagur algjörs umburðarleysis gagnvart kynfæra umskurði kvenna.

Umskurður kvenna felur í sér misþyrmingar á kynfærum þeirra. Þessi verknaður er brot á rétti kvenna til heilbrigðis, öryggis að ógleymdum réttarins til að ráða eigin líkama. Auk þess felast í þessu brot á réttinum til að sæta ekki pyntingum eða grimmilegri, ómannúðlegri og lítilækkandi meðferð.  Þá ber að hafa í huga að slíkar misþyrmingar geta leitt til dauða.

Kynfæra umskurður
Börn í Sómalíu. Mynd: IOM

Meir en 200 milljónir stúlkna og kvenna sem eru á lífi í dag hafa sætt misþyrmingum á kynfærum. Þær búa í, eða eiga rætur að rekja, til 30 ríkja í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu þar sem þetta viðgengst enn. Talið er að um það bil hálf milljón kvenna í Evrópu hafi sætt kynfæraskurði. Oftast verða stúlkur fyrir barðinu á þessu frá fyrstu árum æfinnar til fimmtán ára aldurs. Þessar misþyrmingar eru á afar hægu – of hægu – undanhaldi.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur að starfsfólk í heilbrigðis- og umönnuanrgeiranum á borði við Hamda Cali hafi lykilhlutverki að gegna í því að berjast gegn þessum skaðlega verknaði. Að ekki sé minnst á að sinna fórnarlömbumb verknaðarins ef ekki er hægt að koma í veg fyrir hann.

Alþjóðadagur algjörs umburðarleysis gagnvart kynfæra umskurði kvenna er kjörið tækifæri til að styðja starf baráttufólks á borð við Hamda Cali.

 Limlestingar á kynfærum

Kynfæra-umskurður eða misþyrmingar á kynfærum kvenna (FGM) vísa til hvers kyns verknaðar sem felur í sér brottnám ytri hluta kynfæra kvenna að einhverju eða öllu leyti. Einnig á þetta við um hvers kyns limlestingar á kynfærum kvenna að læknisaðgerðum slepptum.

Umskurður getur haft í för með sér skaðvænlegar afleiðingar til skemmri- og lengri tíma litið. Fylgifiskar geta verið stöðugir verkir, sýkingar, hætta á HIV-smiti, kvíði og þunglyndi, erfiðar fæðingar, ófrjósemi og jafnvel dauði.

Djúpstætt óréttlæti

En fyrir utan að vera lífshættulegur getur kynfæra-umskurður haft slæm áhrif á kynlíf þolenda. Samfarir geta verið kvalafullur og ánægja af þeim minnnkar.

Markmiðið er leynt og ljóst að auka líkur á viðhalda meydómi fram að hjónabandi. Að auki að minnka líkur á framhjáhaldi einfaldlega með því að draga úr kynhvöt kvenna. Ein útgáfa umskurðar er að fjarlægja algjörlega ytri kynfæri og sauma fyrir.  Þeim verknaði er sérstaklega sætlað að valda fórnarlambinu svo miklum sársauka við samfarir að framhjáhald sé ólíklegt.

 

„Kynfæra-umskurður er brot á mannréttindum og hefur ekkert með læknisfræði að gera,” segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í ávarpi í tilefni alþjóðlega dagsins.

Ný nálgun.

 „Það bera að stöðva kynfæra-umskurð og tryggja að enginn heilbrigðisstarfmaður fremji slíkan verknað,“ bætti hann við.

Víða er það þó svo að heilbrigðisstarfsmenn eru þarna að verki. Er það réttlætt með því að þá sé aðgerðin öruggari. Þótt WHO hvetji heilbrigðisstarfsmenn kröftuglega til að hafna að gera aðgerðirnar, er þörfin á umönnun fórnarlamba viðurkennd.

Ný nálgun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar felst í því að beina kastljósinu að mikilvægu framlagi heilbrigðisstarfsmanna, þjálfara og baráttufólks á borð við Hamda Cali frá Sómalíu í að binda enda á misþyrmingar á kynfærum kvenna. Forvarnir og bein samskipti við fólk eru lykilatriði í þessari nýju nálgun.

Heimamenn þekkja vandann

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar í ríkjum þar sem þetta viðgengst sjá vandamálið út frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar þekkja þeir úr starfi sínu hvaða heilsufarslegar og sálrænar afleiðingar verknaðurinn hefur. Hins vegar þekkja þær líka úr hvaða jarðvegi þetta er sprottið. Þar skiptir máli að litið er á kynfæra-umskurð sem hluta af hefð þar sem stúlkubarnið er tekið inn í samfélagið. Af þessum sökum eru heimamenn best í stakk búið að vinna gegn þessu.

Í ávarpi sínu á alþjóðlega daginn minnti Tedros Adhanom Ghebreyesus einnig á vegvísi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um kynfæra-umskurð en hann er mikilvægt framlag í baráttunni gegn þessum skaðlega verknaði og í þágu umönnunar þeirra sem sætt hafa misþyrmingum á kynfærum.