Leiðin til varanlegs friðar – dagur friðargæsluliða

0
766

Þegar styrjaldarátök hafa rifið sundur samfélög er leiðin til friðar þyrnum stráð. Friðargæsla hefur engu að síður reynst eitt öflugt tæki í höndum Sameinuðu þjóðanna. Friðargæslan hjálpar ríkjum að skapa forsendur varanlegs friðar. Alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna er 29.maí.

Friðargæsla Sameinuðu þjoðanna getur sent her og lögreglu hvert sem er í heiminum. Aðildarríki leggja friðargæslunni til mannskap. Hún hefur ekki á að skipa föstum sveitum. Friðargæsluliðar úr röðum her og lögreglu starfa við hlið óbreyttra borgara að friðargæslu.

Aðalhlutverk friðargæsluliða er að tryggja öryggi. Þeir styðja við bakið á pólitískri viðleitni og friðar-uppbyggingarstarfi ríkja þegar þau taka fyrstu, erfiðu skrefin í átt til umbreytingar þar sem friður er markmiðið.

Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var stofnuð 29.maí 1948. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá að senda fámenna sveit hernaðareftirlitsmanna til Mið-Austurlanda. . Hlutverk Vopnahléseftirlitsins (UN Truce Supervision Organization) var og er að fylgjast með að vopnahléssamningur á Ísraels og arabískra nágrannaríkja væri virtur.

Frá þessum tíma hefur 1 milljón friðargæsluliða starfað í 72 friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafa haft beint áhrif á líf milljóna manna og bjargað óteljandi mannslífum Í dag eru friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna tólf talsins í þremur heimsálfum.

Áhrif COVID-19

 Friðargæsluliðar samtakanna taka að sér torleyst pólitísk verkefni sem reyna mjög á seiglu og líkamlegt atgerfi. Árangur er aldrei tryggður fyrrfram. Og þrátt fyrir þær aukalegu byrðar sem felast í COVID-19 faraldurisns heldur friðargæslustarfið áfram.

„Þrátt fyrir þær takmarkanir sem fylgja faraldrinum, að ekki sé minnst á smithættu, hafa karlar og konur haldið áfram starfi sínu. Auk þess hafa friðargæsluliðar að stutt yfirvöld á hverjum stað við að berjast gegn faraldrinu,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Aðalframkvæmdastjórinn þakkar í ávarpi í tilefni dagsins þeim 85 þúsund óbreyttu borgurum, her og lögreglu sem þjóna í friðargæslunni. Oft og tíðum starfa þeir á hættulegustu stöðum heims við að styðja þá og vernda sem minnst mega sín.

Ungt fólk, friður og öryggi.

 Þema dagsins er „Leiðin til varanlegs friðar: að auka afl unga fólksins í þágu friðar og öryggis.” 

„Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hefur löngum viðurkennt gildi þess að starfa með ungu fólki. Það skiptir miklu máli, ekki síst vegna þess hve hlutfall þess er hátt víðast hvar þar sem hún starfar. Ungt fólk á átakasvæðum býr yfir ómetanlegri þekkingu á samfélögum sínum og er oft og tíðum aflvakar breytingar,“ segir Jean-Pierre Lacroix yfirmaður friðargæslusveitanna.

Í Kongó vinnur friðargæslusveit SÞ, MONUSCO, með ungu fólki sem á á hættu að vera þvingað til starfa fyrir vopnaðar vígasveitir. Þar er reynt að skapa raunhæfa og varanlega valkosti við ofbeldi.

Í Suður-Súdan taka æskulýðssamtök þátt í friðargæslu. Og í Mið-Afríkulýðveldinu og í Malí hafa friðargæslusveitirnar MINUSCA og MINUSMA unnið náið með ungu fólki við að auka fjölda þeirra sem greiða atkvæði í kosningum.

Athafnasamur ungdómur

Steplyne Nyabogo, 32 ára major frá Kenía var nýverið heiðruð fyrir starf sitt í þágu ályktunar 1325 um Konur, frið og örygg í friðargæslusamhengi.

Nyabogo starfaði í friðargæslusveit um Darfur (UNAMID) sem lauk störfum um áramót.

Einnig má nefna Nanah Kamara frá Sierra Leone sem starfar sem lögregla á vegum SÞ í Suður-Súdan við að efla réttarríkið með því að þjálfa innlent lögeglulið.

Eric Manzi, 28 ára gamlan lautinant frá Rúanda. Hann starfar í véladeild í Mið-Afríkulýðveldinu í viðhaldi og viðgerðum. Brýn þörf er á góðum bílaflota til þess að friðargæslan geti sinnt eftirliti og verndað óbreytta borgara.

Jean-Pierre Lacroix yfirmaður friðargæslunnar segir að þeim árangri sem hefði verið náð, megi þakka meðal annars ungum friðargæsluliðum. „Það er hvarvetna lykilatriði að virkja ungt fólkt jafnt innan friðargæsluliðsins sem og í þeim samfélögum þar sem það starfar.”