Ljósaganga UN Women

0
506

LJósaganga1
24. nóvember 2015. Ljósaganga UN Women fer fram miðvikudagskvöldið 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.

UNTF OrangeSplotch ENYfirskrift Ljósagöngunnar í ár er – „Heyrum raddir allra kvenna“. Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú leiðir gönguna í ár og flytur viðstöddum hugvekju.

Gangan hefst klukkan 19.00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Þar mun Harpa blasa við lýst upp í appelsínugulum lit líkt og aðrar merkar byggingar víða um heim. En appelsínuguli liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar til jafnréttisþings sama dag og af því tilefni verða Velferðarráðuneytið og Hilton Nordica Reykjavík þar sem þingið fer fram einnig lýst upp í appelsínugulum lit.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er ofbeldi gegn konum og stúlkum útbreiddasta mannréttindabrot heims. Ofbeldið viðheldur fátækt og veikri þjóðfélagsstöðu kvenna. UN Women starfar í þágu kvenna um allan heim og styrkir verkefni í fátækustu löndum heims. Stjórnvöld og félagasamtök sækja um faglegan, tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til UN Women sem með þeim hætti ýtir undir efnahagslega og pólitíska valdeflingu kvenna og dregur úr og upprætir ofbeldi gegn konum.

Hægt verður að kaupa kerti á staðnum á 500 krónur. Jólagjöf UN Women, Ljósastaur í Nýju Delí, verður einnig til sölu á 3.000 krónur.
Sýnum samstöðu og fögnum ólíkum röddum kvenna. (Fréttatilkynning frá landsnefnd UN Women á Íslandi).