Ljósmengun ógnar farfuglum

0
392
Farfuglar
Farfuglar. Mynd Vinxcent van Zalinge/Unsplash

Alþjóðlegur dagur farfugla. Ljósmengun og skaðleg áhrif hennar á farfugla er í brennidepli á Alþjóðlegum degi farfugla 8.október 2022. Vígorð dagsins er „Deyfum ljósin að næturlagi í þágu fuglanna.“

Ljósmengun er umtalsverð og vaxandi ógnun við margar tegundir farfugla. Á hverju ári kostar ljósmengun milljónir fugla lífið. Ónáttúrulegir ljósgjafar raska náttúrulegum skiptum á milli birtu og myrkurs í vistkerfum. Þetta getur breytt ferðamynstri farfuglanna, samskiptum þeirra á milli og útsett þá fyrir hættu af rándýrum.

Farfuglar laðast að ónáttúrulegu ljósi að næturlagi, sértstaklega þegar það er lágskýjað og í þoku og rigningu og lágflugi. Þetta ruglar þá í ríminu og þeir eiga til að hringsóla í kringum upplýst svæði. Afleiðingarnar eru þær að fuglarnir geta örmagnast orðið villtum dýrum að bráð eða flogið á byggingar.

Alþjóðlegi farfugladagurinn er haldinn tvisvar á ári, annan laugardag í maí og október.

Sjá einnig hér.